fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Svala gerir upp skilnaðinn: „Allt sem ég geri kemur frá hjartanu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 09:30

Svala er ástríðufull og semur frá hjartanu. Mynd: Saga Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur tónleikana Þá og nú í Bæjarbíói í Hafnarfirði þann 5. apríl. Hún er einnig með plötu í bígerð sem kemur út í sumar. Svala skildi við eiginmann sinn, Einar Egilsson í fyrra eftir fimmtán ára samband og hóf samband með Gauta Sigurðarsyni nokkrum mánuðum síðar. Í viðtali við Fjarðarpóstinn segist hún gera upp þessi tímamót á plötunni.

„Nýja platan verður mjög persónuleg því með henni geri ég upp líf mitt og þessi kaflaskil, eins og margir listamenn gera í sinni sköpun. Allt sem ég geri kemur frá hjartanu,“ segir Svala.

Svala býr í Reykjavík með fyrrnefndum Gauta og hvolpinum Sósu, en litlu fjölskylduna langar að flytja í heimabæ Svölu, Hafnarfjörð.

Svala Björgvins, Gauti og nýjasti fjölskyldumeðlimurinn Sósa. Myndir: Instagram/@SvalaKali

„Hér er allt svo fallegt, margt í gangi og blómstrandi menning, sem er mjög aðlaðandi. Palli í Bæjarbíói hefur verið að gera ótrúlega hluti fyrir tónlistarlífið hér og margir sem vilja sækja viðburði þar. Ég á alltaf sterkar rætur hér þótt ég hafi um tíma alist upp á Seltjarnarnesi, þaðan sem móðir mín er. Pabbi er hins vegar Hafnfirðingur í gegn og mig langar að búa hér nær þeim.“

Svala heldur tónleika í Bæjarbíói þann 5. apríl. Mynd: Saga Sig

Aðspurð um tónleikana í byrjun apríl segist Svala koma fram með nýrri hljómsveit en að pabbi gamli, Björgvin Halldórsson, verði ekki fjarri góðu gamni. Þá verða einnig fleiri góðir gestir sem styðja Svölu þetta kvöld.

„Pabbi verður að sjálfsögðu einn þeirra og ýmsir aðrir sem munu gera þetta kvöld ógleymanlegt með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“