fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fókus

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef orðið vitni að þjófnaði, líka ráni þar sem ofbeldi var beitt,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur Hallgrímskirkju, í nýjum pistli sem birtist á vefsíðu hans í dag. Sigurður greinir þar frá þjófnaði og ofbeldi sem hann varð vitni að á námsárum sínum í Bandaríkjunum.

Sigurður var í doktorsnámi við Vanderbilt háskóla í Bandaríkjunum og veitti þar eftirtekt hjónum frá Hong Kong. Maðurinn var skráður á sama fræðasvið og Sigurður en eiginkonan var á öðru sviði. „Á fyrstu vikunum furðaði ég mig á að hún sótti tíma með bónda sínum en þaut svo í eigin tíma á milli“

„Svo leið tíminn. Kínverski karlinn hikstaði eitthvað í verkefnaskilum og kennararnir höfðu áhyggjur af honum, en frú hans skilaði öllu og stóð sig vel“

Hjónin áttu í litlum samskiptum við samnemendur sína og sóttu enga fundi eða samkvæmi sem áttu sér stað utan kennslutíma. „En eiginkonan var hins vegar vön að vinna og hafði alltaf komið sér áfram vegna eigin verðleika.

„Einn daginn hentist sú kínverska inn í skóla og inn á skrifstofu eins kennarans. Hún var í miklu uppnámi, bólgin af gráti og sagði: „Ég get ekki meira. Ég er búin. Ég er að fara yfirum.“ Sagan kom svo í bútum og milli ekkasoga, táraflóðs og angistarhljóða.“

Þá kom á daginn að eiginkonan hafði haldið manni sínum á floti í námi frá því að þau tóku saman.

„Hún var klára stelpan í hópnum og hann féll fyrir snilli hennar og getu. Og svo þegar þau fóru að tengjast fannst henni sjálfsagt að hjálpa honum með námið því hann var raunverulega hjálpar þurfi. Og vegna þjónustu hennar fór honum að ganga betur í háskólanum í Hong Kong og kláraði prófin. Þau gengu í hjónaband áður en þau fóru til Ameríku. Þegar þangað var komið gekk karlinum illa að aðlagast. “

Eiginmanninum fannst sjálfsagt að kona hans aðstoðaði hann við námið.

„Hún varð því ekki aðeins rúmfélagi, kokkur, þvottakona, sendill og sálfræðingur heldur ritarinn hans líka. Hann ætlaðist til að hún kláraði það sem hann kom ekki í verk. Hún varð að sækja tíma með honum til að tryggja að hann skildi og skrifa svo ritgerðir fyrir hann líka. Doktorsnám er full vinna en að klára tvöfalt doktorsnám sem þræll er ógerningur. Karlinn varð fúll, beitti konuna ofbeldi og hún brotnaði niður.“

Eftir að konan greindi frá stöðu sinni tóku kennarar, námsráðgjafar og starfslið á málinu, ræddu við eiginmanninn og báðum var veitt aðstoð.

„Konan gat ekki búið við harðræðið og þráði frelsi. Hún skildi við karlinn og honum var vísað úr skóla og hvarf heim til Hong Kong með skömm. Hann hafði stolið frá konu sinni frelsi, gleði, lífshamingju, sjálfsvirðingu, hjónabandi og stofnaði til nauðungar og þrældóms hennar. Að lokum gat hún ekki meira og vildi ekki lengur láta stela af sér, ræna sig. Að skilja við manninn var eina leið konunnar úr þrældóminum.“

Sigurður bendir á að sjöunda boðorð biblíunnar snúist ekki bara um peninga og eignarrétt. Kjarni boðorðsins lítur að manngildi og lífsgæðum sem séu efnislegum gæðum mikilvægari.

„Gyðingar hafa um aldir vitað og kennt að fólk skiptir meira máli en fjármunir. Við megum læra af og ættum að útvíkka túlkun okkar á sjöunda boðorðinu. Við megum ekki stela fólki, ekki stela af fólki né heldur ræna það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 4 dögum

Nítján ára íslensk kona græddi 720 þúsund krónur á þremur vikum á OnlyFans

Nítján ára íslensk kona græddi 720 þúsund krónur á þremur vikum á OnlyFans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo
Fókus
Fyrir 6 dögum

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 1 viku

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri