fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Paris Jackson hvött til að fara í meðferð: Macaulay Culkin á að koma henni til bjargar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 08:30

Paris Jackson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Jackson, dóttir poppkóngsins Michael Jackson, hefur verið hvött til að fara í meðferð eftir að hún var lögð inn á spítala á laugardag eftir meinta sjálfsvígstilraun. Þetta staðhæfir heimildarmaður blaðsins Us Weekly.

Heimildarmaðurinn segir einnig að guðfaðir Paris, leikarinn Macaulay Culkin, gæti verið sá sem sannfærir hana um að leita sér hjálpar.

„Macaulay hefur líklegast mestu áhrifin á Paris,“ segir heimildarmaðurinn. „Hann er í góðum málum og þekkti pabba hennar vel. Hann styður hana þegar hún þarf á því að halda.“

Eins og áður segir var Paris lögð inn á sjúkrahús síðasta laugardag eftir að lögreglan í Los Angeles brást við útkalli um sjálfsvígstilraun á heimili hennar. TMZ hélt því fram að Paris hefði skorið sig á púls. Það hefur ekki verið staðfest.

Paris tjáði sig um frétt TMZ á Twitter og kallaði blaðamenn miðilsins „helvítis lygara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“
Fókus
Í gær

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“