fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Kasólétt Karitas Harpa rústar glansmyndinni: Væntingar – Raunveruleikinn – „Hvaðan fékk hún þetta blóm?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 15:00

Karitas er mjög fyndin á samfélagsmiðlum - sem og í raunlífinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þetta sé, án gríns, 100% eigingirni í mér að halda sönsum,“ segir söng- og útvarpskonan Karitas Harpa Davíðsdóttir. Karitas birti bráðskemmtilegan samanburð í sögu sinni á Instagram í gær þar sem hún bar saman fallega uppstillta mynd af óléttri konu með blóm í hendi við mynd af sjálfri sér, gengin rúmlega sjö mánuði á leið með þvott um alla stofuna. Í samtali við DV segist Karitas nota grín sem mótvægi við þeirri pressu sem oft getur fylgt samfélagsmiðlum.

Hér er væntingamyndin sem Karitas birti.

„Ég fell alveg stundum í þá gryfju að fara inn á „discover“ á Instagram og sjá allar þessar ótrúlegu fínu píur, hvort sem þær eru óléttar eða ekki, ógeðslega vel málaðar, ferðast út um allt, dásamlega fallegar óléttumyndir. Ég hugsaði í gær, þegar ég var búin að vera í fimm daga veik heima með veikt barn og þvottur út um allt, að stundum langaði mig að líða eins og ég væri einhver pæja. Það var hins vegar ekki séns að mér gæti liðið eins og pæja í þessum aðstæðum. Er þetta samt ekki aðeins meiri raunveruleiki en að vera brúnkuspreyjaður kominn þrjátíu og eitthvað vikur á leið og með risablóm í hendi? Hvaðan fékk hún þetta blóm? Það sem er í höndunum á mér er þvottur og dót frá syni mínum,“ segir Karitas og hlær.

Hér er svo raunveruleikinn – þvottur og dót.

„Þegar að hausinn á mér fer í að finnast ég of mikið eða ekki nóg þá hef ég í síðari tíð reynt að ögra mér og gera grín að því. Svona er lífið mitt í svona 90% tilvika og ég reyni þá frekar að sjá fyndnu hliðarnar á því en að reyna að vera eitthvað sem ég er ekki og get ekki verið nema með aðstoð fagfólks,“ bætir hún við.

Hlakkar til að fá líkamann aftur

Karitas er sett þann 11. maí og á von á dreng með Aroni Leví Beck, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Fyrir á hún soninn Ómar Elí, fjögurra ára, en það hefur komið Karitas á óvart hve strembin þessi seinni meðganga hefur verið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by K A R i T A S (@karitasharpa) on

„Ég stóð í þeirri trú að þessi meðganga ætti að líða hraðar. Mér finnst það svo sannarlega ekki vera raunin. Ég hef það svo sem ekkert líkamlega slæmt en þetta er búið að taka á. Ég hlakka til að fá líkamann minn aftur og geta jafnvel sett barnið í hendurnar á einhverjum öðrum stundum. Ég er mjög spennt fyrir að fá hann í hendurnar og í lífið okkar, ekki spurning, en það tók mig smá tíma í þessari meðgöngu að sætta mig við að mér fyndist ekkert ógeðslega gaman að vera ólétt,“ segir hún og bætir við að þessi meðganga hafi jafnvel reynt meira á andlegu hliðina en sú fyrri.

„Það er bara svo margt öðruvísi. Ég næ ekki að gera allt sem mig langar til að geta gert. Mér finnst það taka á – að sætta sig við að geta ekki alltaf allt. Þetta er mikil innri barátta og á sama tíma fæ ég stundum samviskubit því sumir myndu gefa allt fyrir að vera í mínum sporum. Þá finnst mér ég vera vanþakklát en maður verður að leyfa sér að líða á vissan hátt. Maður verður að reyna að minnka það að gera lítið úr sér og sínum tilfinningum því það gerir engum gott, allra síst manni sjálfum,“ segir hún en bætir við að það fylgi því vissulega jákvæðar hliðar að vera að gera þetta í annað sinn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by K A R i T A S (@karitasharpa) on

„Það sem ég græði á því að hafa gengið áður með barn er að ég skil meira hvað er í gangi. Ég veit hvað þessir verkir eru og ég veit að það er ekkert óeðlilegt við að vera að drepast úr þvagfærasýkingu,“ segir hún og brosir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart