fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Bjartmar dregur fram gasgrímurnar: „Í ljósi uppgangs fasískra afla út um heim allan“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 09:00

Magnaður rammi úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má eiginlega segja að New Today sé einhvers konar aðvörun og hvatning til aðgerða á sama tíma,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Bjartmar Þórðarson. Bjartmar var að gefa út lagið New Today, sem og myndband við lagið, en lagið er af EP-plötunni Deliria.

Bjartmar lýsir laginu sem „epísku heimsendapoppi með rafívafi“, en boðskapur lagsins er afar djúpur.

„New Today fjallar um baráttu gegn kúgun á viðsjárverðum tímum – um að við verðum öll að leggja lóðin á vogarskálarnar svo hatrið nái ekki að sigra,“ segir Bjartmar.

„Hugmyndin að laginu varð upprunalega til í tengslum við mannréttindabrot í Rússlandi. Þegar leið á ferlið þróaðist hugmyndin út í að eiga við allsstaðar þar sem fólk getur ekki verið það sjálft án þess að eiga á hættu að verða fyrir aðkasti, hvort sem er vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, trúar, kynhneigðar, kyngervis eða -tjáningar. Hugmyndin á bakvið myndbandið endurspeglar þetta, sýnir einhversskonar andspyrnuhreyfingu á óræðum tíma við heræfingar neðanjarðar, í undirbúningsaðgerðum til að verja friðinn og tjáningarfrelsið. Þessi þemu hafa líklegast aldrei verið mikilvægari fyrir núlifandi kynslóðir að beina sjónum sínum að, í ljósi uppgangs fasískra afla út um heim allan á undanförnum árum.“

Bjartmar hefur verið iðinn í tónlistinni síðustu ár.

Óstöðvandi í raftónlist

Fjöllistamaðurinn og spéfuglinn Jonathan Duffy leikstýrði, klippti og skaut myndbandið, en auk Bjartmars leika Ahd Tamimi, Tommi Thor Guðmundsson og Pétur Orri Ingvarsson í því. Lagið New Today samdi Bjartmar en Magnús Leifur Sveinsson, sem margir þekkja úr hljómsveitunum Úlpu og Horrible Youth, útsetti.

Bjartmar er menntaður leikari og leikstjóri en hefur verið að færa sig meira og meira inn á tónlistarsviðið síðustu ár.

„Ég ákvað að læra undirstöðuatriði í raftónlist fyrir nokkrum árum og hef verið óstöðvandi síðan,“ segir hann og bætir við að meira efni frá honum sé væntanlegt fyrr en síðar.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið New Today:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill leikstýrir þáttaröð um dóttur djöfulsins – Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15 milljónir evra

Egill leikstýrir þáttaröð um dóttur djöfulsins – Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15 milljónir evra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís skartaði líkamshárum á Tinder – Aldrei verið jafn vinsæl: „Það var verið að lofsyngja þau“

Vigdís skartaði líkamshárum á Tinder – Aldrei verið jafn vinsæl: „Það var verið að lofsyngja þau“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena Reynis gengin út

Helena Reynis gengin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli lenti í ljótum hrekk gengjameðlima: „Þetta er þeirra hverfi alveg eins og Vesturbærinn er mitt hverfi“

Elli lenti í ljótum hrekk gengjameðlima: „Þetta er þeirra hverfi alveg eins og Vesturbærinn er mitt hverfi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins