fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ótrúlegt en satt: Þau voru einu sinni ástfangin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 20:00

Andstæður dragast stundum að hvor annarri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar sem fræga fólkið lifir undir vökulu auga almennings eru öll ástarsambönd þess vel skrásett. Það er ótrúlegasta fólk sem hefur náð saman í gegnum tíðina, en hér eru nokkur pör sem felldu hugi saman þrátt fyrir að vera afskaplega ólíkir einstaklingar.

Busy Philipps og Colin Hanks

Leikkonan og leikarinn, sem er einnig sonur Tom Hanks, voru par þegar þau stunduðu nám við Loyola Marymount háskólann á tíunda áratug síðustu aldar. Sambandið varði stutt en þau eru góðir vinir í dag.

„Við kynntumst þegar ég var átján ára og Colin var nítján ára. Við erum mjög nánir vinir núna. Ég og eiginkona hans erum vinkonur og hann og eiginmaður minn hanga saman. Við förum í frí saman,“ sagði Busy í viðtali við Live with Kelly eitt sinn.

Busy og Colin.

Ashton Kutcher og January Jones

January var algjörlega óþekkt leikkona að reyna að skapa sér nafn í Los Angeles þegar hún deitaði leikarann Ashton Kutcher. Þá hafði hann slegið í gegn en efaðist um að January myndi gera slíkt hið sama.

„Hann studdi mig ekki í leiklistinni,“ sagði January einu sinni í viðtali við GQ. „Hann sagði: Ég held að þú eigir ekki eftir að vera góð í þessu. Þannig að ég sagði: Farðu til fjandans. Hann segir bara góða hluti við mig núna. Ef eitthvað er ætti ég að þakka honum fyrir af því að um leið og þú segir mér að ég geti ekki eitthvað er ég staðráðin í því að geta það.“

Ashton og January.

Kelly Preston og George Clooney

Löngu áður en Kelly kynntist eiginmanni sínum í dag, John Travolta, og lögfræðingurinn Amal Clooney stal hjarta George, voru Kelly og George par í tvö ár og bjuggu meira að segja saman. Þau hættu saman árið 1989.

Kelly og George.

Michael Keaton og Courteney Cox

Batman-leikarinn og Friends-stjarnan voru í alvarlegu sambandi í fimm ár áður en þau hættu saman árið 1995.

„Þetta er mikilvægasta samband sem ég hef verið í,“ sagði Courteney í samtali við PEOPLE stuttu eftir sambandsslitin. „Hann er yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst.“

Michael og Courteney.

Ryan Gosling og Sandra Bullock

Þessi tvö byrjuðu að deita þegar þau léku saman í Murder by Numbers árið 2002. Sextán ára aldursmunur eru á þeim Ryan og Söndru, en þau létu það ekki stoppa sig og voru saman í rúmt ár.

Ryan og Sandra.

Miley Cyrus og Nick Jonas

Þetta var ást við fyrstu sýn hjá þessum tveimur, fyrrverandi barnastjörnum.

„Við urðum kærustupar daginn sem við hittumst fyrst,“ sagði Miley í viðtali við Seventeen árið 2008. „Hann reyndi mikið að hitta mig og sagði: Mér finnst þú svo falleg og ég er hrifinn af þér. Og ég sagði: Guð minn góður, ég er svo hrifin af þér.“

Rómantíkin entist í um það bil ár en nú er Miley gift Liam Hemsworth og Nick er kvæntur Priyanka Chopra.

Miley og Nick.

Mila Kunis og Macaulay Culkin

Þessi tvö voru í sambandi á árunum 2002 til 2011 en náðu að halda einkalífinu mikið til út af fyrir sig. Mörgum árum eftir sambandsslitin opnaði Mila sig um þau í hlaðvarpi leikarans Dax Shepard.

„Þetta voru hræðileg, hræðileg sambandsslit. Ég klúðraði þessu.“

Mila og Macaulay.

Zooey Deschanel og Jason Schwartzman

Jason var fyrsti alvöru kærasti Zooey, en þau voru saman þegar þau voru bæði nítján ára. Í dag er Jason kvæntur fatahönnuðinum Brady Cunningham og Zooey er gift framleiðandanum Jacob Penchenik.

Zooey og Jason.

Gwyneth Paltrow og Brad Pitt

Gwyneth og Brad voru klárlega par tíunda áratugarins. Þau byrjuðu saman árið 1995 en hættu saman tveimur árum síðar. Gwyneth hefur opnað sig um það í viðtölum að hún hafi verið ánægð að þau hafi verið saman á þessu tímabili.

„Ég man þegar að Brad Pitt og ég hættum saman. Það var á forsíðu New York Post og það beið enginn eftir mér fyrir utan húsið mitt,“ sagði hún við WSJ Magazine. „Það myndi aldrei gerast í dag.“

Gwyneth og Brad.

Lenny Kravitz og Nicole Kidman

Nicole trúlofaðist tónlistarmanninum eftir að hún skildi við Tom Cruise og áður en hún giftist núverandi eiginmanni sínum, Keith Urban. Leikkonan sagði í samtali við Vanity Fair að leynilega trúlofunin hafi ekki varað lengi því þau sáu bæði að þetta væri ekki það rétta í stöðunni.

Lenny og Nicole.

Jenna Dewan og Justin Timberlake

Þessi tvö deituðu stuttlega þegar að Jenna var dansari fyrir Justin og hann nýhættur með Britney Spears. Sambandið entist ekki lengi.

Jenna og Justin.

Jake Gyllenhaal og Kirsten Dunst

Maggie Gyllenhaal, systir Jake, kynnti þessi tvö fyrir hvort öðru og þau byrjuðu saman árið 2002. Þau fluttu inn saman og keyptu sér hvolp en hættu saman tveimur árum seinna.

Jake og Kirsten.

Cher og Tom Cruise

Söngkonan hitti leikarann í brúðkaupi Sean Penn og Madonnu árið 1985 og þau byrjuðu að deita sama ár. Þau eru enn vinir í dag en Cher hefur látið hafa eftir sér að Tom sé meðal fimm bestu elskhuga sem hún hefur átt.

Tom og Cher.

Simon Cowell og Carmen Electra

Þetta ólíklega par varð til í sjónvarpsþættinum Britain‘s Got Talent árið 2012, þar sem bæði Carmen og Simon voru dómarar. Þau byrjuðu saman í desember það ár og hættu saman í febrúar árið 2013. Carmen sagði í Daily Mail að þetta hafi verið yndislegur tími.

„Mér fannst Simon vera svo skemmtilegur, gáfuð og virkilega áhugaverður.“

Carmen og Simon.

Moby og Natalie Portman

Tónlistarmaðurinn og leikkonan felldu hugi saman árið 2001. Þá var Natalie nýorðin tvítug en Moby 36 ára gamall. Moby opnaði sig um sambandið við Popsugar eftir að þau hættu saman.

„Ég varð skotmark mikillar nördareiði. Maður deitar ekki mömmu Luke Skywalker án þess að vera hataður af nördum.“

Moby og Natalie.

Madonna og Dennis Rodman

Þessi tvö voru þekkt fyrir skrílslæti og því ekki skrýtið að þau hafi náð saman um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar. Sambandið varði aðeins í tvo mánuði en í sjálfsævisögu sinni segir Dennis frá því að Madonna hafi viljað eignast með honum börn.

Madonna og Dennis.

Michael Bolton og Ashley Judd

Annað par sem fæddist á tíunda áratug síðustu aldar, en Michael og Ashley hættu saman árið 1997. Leikkonan hefur þakkað tónlistarmanninum fyrir að hjálpa sér að kljást við þunglyndi.

Ashley og Michael.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Óvænt uppákoma í Hagkaupum – Spiluðu hljóð og öskur dýra í sláturhúsi

Óvænt uppákoma í Hagkaupum – Spiluðu hljóð og öskur dýra í sláturhúsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mesta snilldin og algjört klúður 21. aldarinnar

Mesta snilldin og algjört klúður 21. aldarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi Tryggva kom sjálfum sér á óvart: „Gaman að segja stórt fokkjú við allar hræðsluraddirnar“

Sölvi Tryggva kom sjálfum sér á óvart: „Gaman að segja stórt fokkjú við allar hræðsluraddirnar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Felix misboðið í útlöndum: „Þá mæta fíflin, draga upp ógeðið“

Felix misboðið í útlöndum: „Þá mæta fíflin, draga upp ógeðið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorgrími blöskrar – Umhverfisspjöll í miðbæ Reykjavíkur

Þorgrími blöskrar – Umhverfisspjöll í miðbæ Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum“

„Himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

24 ósiðir sem þú ættir að venja þig af fyrir þrítugt

24 ósiðir sem þú ættir að venja þig af fyrir þrítugt