fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 16. mars 2019 21:05

Líðan Paris er stöðug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Jackson, dóttir poppkóngsins sáluga Michael Jackson, var flutt á spítala í Los Angeles fyrr í dag eftir að hún reyndi að svipta sig lífi.

Miðillinn TMZ segir frá því að lögregla og sjúkraliðar hafi verið kallaðir að heimili hennar klukkan 7.30 í morgun að staðartíma og að Paris hafi skorið sig á púls.

Samkvæmt TMZ er líðan hennar stöðug en að Paris hafi misst mikið blóð. Hún gæti því verið á sjúkrahúsi í allt að 72 klukkutíma.

Sjá einnig: Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Í frétt TMZ staðfestir talsmaður lögreglunnar í Los Angeles að lögregla hafi verið kölluð að íbúð í Los Angeles vegna sjálfsvígstilraunar.

Paris opnaði sig upp á gátt árið 2017 í viðtali við Rolling Stone og sagðist hafa reynt að svipta sig lífi oft. Í janúar á þessu ári leitaði hún sér hjálpar vegna andlegra veikinda, en lífið hefur reynst henni erfitt síðan faðir hennar lést fyrir áratug.

Uppfært: Paris Jackson sakar miðilin TMZ um lygar og hafnar því að hafa verið lögð inn á sjúkrahús. TMZ stendur samt við frétt sína nema hefur nú uppfært fréttina þar sem segir nú að Paris sé komin heim af sjúkrahúsinu í umsjón aðstandenda.

https://twitter.com/ParisJackson/status/1107009409136246784

Sjá einnig: Börn Michael Jackson: Hvar eru þau núna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“
Fókus
Í gær

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“