fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Segir Madeleine McCann vera á lífi

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður sem unnið hefur hörðum höndum að því að leysa mál Madeleine McCann hefur sagt að mál hennar muni leysast á meðan hann er enn að störfum. Netflix hefur unnið að heimildarmynd um hvarf Madeleine sem ber heitið „The Disappearance of Madeleine McCann“ og var það lögreglumaðurinn Jim Camble sem lét þessi orð falla í myndinni.

Myndin verður gefin út á morgun samkvæmt Metro og segir Jim: „Það er risastór von sem hefur myndast vegna þróun tækninnar í dag. Með hverju ári sem líður verða DNA rannsóknir betri og með hverju ári er tæknin að verða betri, meðal annars andlitsgreining og hvernig sé hægt að nota hana.“

Segir lögreglumaðurinn að með þróaðri tækni verði hægt að nota vísbendingar sem lögreglan vissi ekki áður hvernig átti að vinna úr og þannig komist að sannleikanum.

„Það hefur verið talað um að Maddie sé enn á lífi og hafi verið numin á brott af þjófum sem stela börnum í mansal þegar hún var í fríi með foreldrum sínum á Praia da Luz árið 2007. Ein helst ástæðan er talin vera sú að verðmæti Maddie sem bresk millistéttarstúlka sé mikið fyrir þá sem námu hana á brott.“

Madeleine var rænt af hótelherbergi sínu þegar hún var aðeins þriggja ára gömul á meðan foreldrar hennar voru úti að borða með vinum sínum á nálægum veitingastað. Julian Peribanez, rannsóknarmaður foreldranna sagði að mun oftar séu börnum í lægri stéttum í fátækum löndum stolið en vegna þess hve mikils metin Madeleine hefur verið fyrir mannræningjanna hafi þeir ákveðið að taka hana og græða mikið á henni.

Foreldrar Madeleine hafa gagnrýnt útgáfu Netflix á heimildarmyndinni og neituðu að taka þátt í henni.

„Framleiðslufyrirtækið sagði okkur að þeir væru að gera heimildarmynd og báðu okkur um að taka þátt. Við sáum ekki og sjáum ekki enn hvernig þessi mynd á að hjálpa til við að finna Madeleine og sérstaklega vegna þess að það er lögreglurannsókn í gangi og teljum við að myndin geti hamlað henni. Okkar viðhorfi er ekki komið til skila í myndinni. Við munum ekki tjá okkur meira um þetta og munum ekki veita viðtöl vegna heimildamyndarinnar,“ segja foreldrar Madeleine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar