fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Greta Salóme opnar sig inn að kviku: „Ég hef ekki tjáð mig um þessi mál opinberlega fyrr enda viðkvæmt málefni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 21:00

Greta hefur í nægu að snúast í tónlistinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir prýðir forsíðu nýjasta heftis Vikunnar, þar sem hún opnar sig um ferilinn og einkalífið. Greta hefur verið í sambandi með Elvari Þór Karlssyni í tæp níu ár, en þau trúlofuðu sig í byrjun síðasta árs. Greta ferðast mikið vegna vinnunnar og segir unnustan styðja sig í einu og öllu.

View this post on Instagram

Here’s to many many many more years of 👉⁣ ———⁣ 😂 You passing me things I can’t reach⁣ 💁‍♀️ You laughing at me running around the house⁣ 🥶 You holding my feet at night because you know I’m cold ⁣ 🕺 Late nights of me teaching you dance moves like the floss dance (which still needs a little work) ⁣ 🤦‍♀️ You never leaving for work in the morning without kissing me goodbye ⁣ 😇 You heating up the car for your popsticle of a girlfriend⁣ 🎻 You listening to me practicing for hours and never ever being bothered by it ⁣ 😂 You standing by me in every crazy decision I make and supporting me in being away so much! ⁣ ———⁣ Happy Valentines to my partner in crime, my biggest supporter and the person I admire the most! I’ve never ever seen this man lose his temper in 8 years and living with me….that’s an achievement! Here’s your medal 🥇 ⁣ ———⁣ Ég elska þig @elvarthorkarlsson #valentines #lovehim #yingtomyyang ⁣ ⁣

A post shared by GRETA SALÓME (@gretasalome) on

„Ég er svo oft spurð að því hvernig kærastinn minn höndli öll þessi ferðalög mín og hvort þetta sé ekki erfitt fyrir sambandið. Það væri algjör lygi ef ég myndi segja að þetta væri alltaf auðvelt. Við, hins vegar, fáum svo sannarlega ekki ógeð hvort á öðru miðað við alla þessa fjarveru. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga mann sem hvetur mig endalaust áfram í því sem ég er að gera og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Greta og heldur áfram.

„Hann hlær líka stöðugt að öllu ruglinu sem fylgir þessum lífsstíl og brosir bara þegar ég er að henda úr ferðatösku og pakka í aðra á sama tíma og orðin sein í gigg. Hann er einfaldlega einstakur og gerir mér kleift að lifa á þennan hátt. Hann er sjálfur ótrúlega drífandi og vinnur í fyrirtækjafjárfestingum hjá Íslandsbanka. Ég held ég hafi hreinlega aldrei hitt jafnduglegan og metnaðarfullan einstakling með jafnmikið jafnaðargeð og Elvar Þór og ég hef lært rosalega mikið af honum.“

Forsíða Vikunnar.

Greta er einnig spurð um hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér og hvort þau Elvar hafi leitt hugann að barneignum.

„Ég hef ekki tjáð mig um þessi mál opinberlega fyrr enda viðkvæmt málefni, en það er svo ótrúlega oft sem ég heyri setninguna: ,,Þetta breytist allt saman þegar þú eignast börn,“ og þá er fólk að vísa í þennan hraða lífsstíl sem við lifum, sem og ferðalögin. Auðvitað er það rétt að einhverju leyti og ég held að ef ég eignast börn eigi það að sjálfsögðu eftir að verða það mikilvægasta í lífi mínu.“

Lesa má lengra brot úr viðtalinu við Gretu á mannlif.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Baltasar óþekkjanlegur: „Þegar fólk sér mann þá kviknar einhver áhugi“

Baltasar óþekkjanlegur: „Þegar fólk sér mann þá kviknar einhver áhugi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar kemur fram á Eistnaflugi í ár

Páll Óskar kemur fram á Eistnaflugi í ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tannlæknir heldur tónleika – Minnkar lætin í tannlæknabornum með söng

Tannlæknir heldur tónleika – Minnkar lætin í tannlæknabornum með söng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“