fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Gillz fær hrós úr óvæntri átt: „Mér fannst þetta gott svar hjá kauða!“

Fókus
Fimmtudaginn 14. mars 2019 13:30

„ÁMINNING! Styttist í sundlaugarbakkann.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing úr herbúðum einkaþjálfarans Egils „Gillz“ Einarssonar fór í óvænta dreifingu í gær. Í auglýsingunni sést fáklæddur Gillz í sólarlöndum og yfirskriftin er:

„ÁMINNING! Styttist í sundlaugarbakkann.“

Kona að nafni Anna Ragnarsdóttir sér sig knúna til að skrifa athugasemd við auglýsinguna á Facebook, á gamansömum nótum þó.

„Fer sundlaugarbakkinn ef maður er enn með fellingar og mjúkan malla?“ skrifar Anna. Þá svarar Gillz:

„Búinn að rannsaka það. Ég var á sundlaugarbakkanum á Benidorm 2012 með fellingar og mjúkan kvið. Sundlaugarbakkinn fór ekki fet. (Staðfest).“

Hér er auglýsingin umrædda.

Skjáskotum af auglýsingunni og samskiptum Önnu og Gillz var deilt inni í Facebook-hópnum Jákvæð líkamsímynd í gær. Manneskjan sem deildi þótti athugasemdir Önnu mjög góðar. Þeir sem skrifa athugasemdir við innleggið eru einnig á því að Gillz hafi tæklað þetta nokkuð vel.

„Mér finnst svar Gillz bara nokkuð flott. Eða er ég að miskilja?“ skrifar einn meðlimur. „Alveg ágætt svar en ótrúlega asnaleg auglýsing til að byrja með,“ skrifar annar. Enn annar meðlimur tekur í sama streng og finnst auglýsingin ekki upp á marga fiska. „Mér finnst hann nú svara jafn vel og sýna sjálfur það skipti ekki nokkru máli þrátt fyrir þessa auglýsingu.“

„Gillz flottur í svörum,“ skrifar svo enn annar meðlimur, þar til Anna sjálf mætir í þráðinn með þetta innlegg:

„Mér fannst þetta gott svar hjá kauða! Bjóst við því að hann myndi nú ekki svara eða þá bjóða mér farþjálfun. Og hlakka til að hlamma mér á sundlaugarbakkan með minn mömmumaga og fellingar.“

Samskipti Gillz og Önnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana