fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

Svona lítur Charlie strippari út í dag: Í bisness í Bangkok – „Fæstar konur kippa sér upp við klám“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 21:00

Charlie strippari hefur marga fjöruna sopið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnið Charlie strippari er nafn sem margir kannast við frá fyrri tíð, en Charlie þessi var meðal fyrstu íslensku karlstrippurunum. Charlie heitir réttu nafni Charles Róbert Onken, en gekk oftast undir gælunafninu Bad Boy Charlie.

Charlie á íslenska móður og bandarískan föður og fæddist þann 22. janúar árið 1967 í Indiana í Bandaríkjunum. Hann fluttist fyrst til Íslands þegar hann var tólf ára gamall, en fyrir það hafði hann búið víðs vegar um Bandaríkin.

„Vel vaxinn bæði upp – og niður“

Skjáskot úr heimildarmyndinni um Charlie.

Það má segja að frægðarsól Charlie hafi ekki náð almennilegu risi fyrr en hann lék aðalhlutverkið í einu ljósbláu klámmyndinni sem framleidd hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp, kvikmyndinni Leyndardómar skýrslumálastofnunar. Það voru séra Davíð Þór Jónsson og tónlistarmaðurinn Barði í Bang Gang sem áttu heiðurinn af myndinni að frumkvæði Skjás 1. Upp frá þessu varð Charlie gríðarlega vinsæll, sérstaklega meðal kvenna, og þótti limaburður hans einstaklega eftirsóknarverður.

Eftir vinsældir myndarinnar sat Charlie mikið fyrir sem nektarmódel og vann fyrir sér sem strippari. Árið 2003 var síðan frumsýnd heimildarmynd um kappann sem hét einfaldlega Bad Boy Charlie og var leikstýrt af Hauki Karlssyni. Í gagnrýni Morgunblaðsins fékk myndin tvær stjörnur, en Charlie borin góð sagan.

„Slæmur strákur, Charlie? Varla, heldur hinn viðkunnanlegasti náungi sem sker sig ekki úr hópnum utan þess að hann hefur haft atvinnu af því að reyta af sér spjarnir. Einkum frammi fyrir hungraðri og spenntri kvenþjóð okkar lands sem tekur þessari óvenjulegu og æsilegu skemmtun með jákvæðu hugarfari. Svo er hann prýðilega á sig kominn, pumpar af krafti, stundar ljósabekki og er vel vaxinn bæði upp – og niður,“ stendur í upphafi gagnrýnarinnar. Söguþræði myndarinnar er síðan líst á skemmtilegan hátt, en mestur hluti myndarinnar snerist um viðtöl við Charlie.

„Fatafellirinn á í dálitlum erfiðleikum með útlitið á þeim líkamshluta sem mest verður mænt á, það slaknar dulítið á honum þrátt fyrir gúmmíhring og gælur. En upp rís hann eins og fuglinn Fönix því atvinnumaðurinn hættir ekki fyrr en hann er sáttur við árangurinn og segir: „Nú er hann góður, maður!““

Gagnrýni Morgunblaðsins um myndina.

Í gagnrýninni kemur fram að Charlie sé lífsglaður maður sem hafi gaman að djarfri starfseminni.

„Charlie er glaðbeittur, stundum fyndinn og enginn getur ásakað manninn fyrir að koma ekki til dyranna eins og hann er klæddur!“ skrifar Snæbjörn Valdimarsson, en Charlie var einmitt ávallt opinn um kynlíf, klám og nekt þegar hann var meðal vinsælustu fatafella á Íslandi.

Konur með minnimáttarkennd kippa sér upp við klám

Í viðtali við DV í júní árið 2005 sagði hann að klámefni væri nauðsynlegt til að krydda kynlífið. Þá bætti hann við að hann hafi tekið kynlíf upp á spólu í þeim samböndum sem hann hafði verið í.

„Meðan öruggt er að efninu sé eytt þá eru þær óhræddar. Fæstar konur kippa sér upp við klám,“ sagði Charlie en bætti við að konur með minnimáttarkennd tækju klám illa upp af hans reynslu. Honum fannst illa vegið að klámbransanum.

„Í dag er allt miklu meira opið og fólk meiri perrar en það þorir að viðurkenna. Það er verið að blása upp klámvæðinguma og gera hana verri en hún er. Fólkið hefur valið og mér finnst í lagi að það sé í boði ef eftirlit er haft með því.“

Charlie var einnig kappakstursmaður.

Kappakstur og kærur

Charlie vann sem strippari í níu ár í það heila. Síðan sneri hann sér að sinni annarri ástríðu í lífinu – kappakstri. Hann rak Go Kart leiguna ICEKART við Smáralind og skellti sér í A.R.D.S kappakstursskóla. Charlie komst síðan í fréttirnar árið 2005 þegar hann opinberaði að hann ætlaði að taka þátt í Gumball 3000-kappakstrinum, sem fer fram í þremur heimsálfum. Ári síðar voru hins vegar fluttar af því fréttir að nokkrar kærur hefðu borist á hendur Charlie vegna líkamsárásar. Í ljósi þessa ákæra var þriggja ára gamalt mál rifjað upp, þar sem Charlie réðst á fyrrverandi fósturföður sinn. Hann kærði en tapaði málinu þrátt fyrir játningu Charlies.

Bad Boy í bobba.

Rekur framleiðslufyrirtæki í Bangkok

Lítið hefur heyrst af Charlie síðustu ár, en ferillinn hans virðist gjörsamlega hafa blómstrað síðan hann flutti frá Íslandi fyrir nokkrum árum. Í dag rekur hann framleiðslufyrirtækið Krazy Krew Productions, sem hefur höfuðstöðvar í Bangkok í Taílandi. Charlie gengur í öll störf og er allt í senn; framleiðandi, handritshöfundur, leikari og áhættuleikari.

Hann hefur svo sannarlega elt draumana út í hinn stóra heim, en meðal mynda sem hann hefur leikið í undanfarið eru Warrior King 2, frá árinu 2013, og Lupin the 3rd, frá árinu 2014. Þá er hann með verkefnið Dr. H í bígerð, en um er að ræða sjónvarpsþáttaseríu sem fjallar um fyrsta raðmorðingja Bandaríkjanna, H. H. Holmes. Er Charlie bæði handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar, en óljóst er hvenær myndir verður sýnd, þar sem hún er ekki enn byrjuð í framleiðslu.

Charlie vegnar vel í lífinu.

Á Facebook-síðu Krazy Krew Productions er auglýst eftir framleiðanda að seríunni með reynslu af framleiðslu fyrir sjónvarp. Seríunni er lýst sem sögulegu drama og hrollvekju, í anda Ripper Street og Peaky Blinders. Í annarri færslu á Facebook-síðunni auglýsir Charlie eftir fólki sem getur gefið honum tengiliði hjá Amazon og Netflix með það að augum að kynna nýtt efni fyrir efnisveitunum.

Hér fyrir neðan má horfa á fyrsta leiklestur á Dr. H:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn
Í gær

Mánudagsblaðið var djarft, klámfengið og menningarlegt

Mánudagsblaðið var djarft, klámfengið og menningarlegt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppinautur Önnu Mjallar beitti bellibrögðum – Hringdi strax í pabba og bað um hjálp

Keppinautur Önnu Mjallar beitti bellibrögðum – Hringdi strax í pabba og bað um hjálp
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö stjörnupör gifta sig á sama degi í sumar – Gestum mútað til að mæta

Tvö stjörnupör gifta sig á sama degi í sumar – Gestum mútað til að mæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hollenski Eurovision-keppandinn kom öllum á óvart á blaðamannafundinum: „Ég er tvíkynhneigður“

Hollenski Eurovision-keppandinn kom öllum á óvart á blaðamannafundinum: „Ég er tvíkynhneigður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikill þrýstingur á Jóhönnu Guðrúnu að sýna meira hold – Átti enga möguleika nema í „stuttum, flegnum kjól“

Mikill þrýstingur á Jóhönnu Guðrúnu að sýna meira hold – Átti enga möguleika nema í „stuttum, flegnum kjól“