fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Bólfélagalisti Lindsay Lohan afhjúpaður: Heimsþekktir menn á listanum – „Hvað segja þeir eiginkonum sínum og kærustum?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 16:30

Listinn hennar Lindsay skók heimsbyggðina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna eflaust margir eftir því þegar að tímaritið InTouch birti afar áhugaverðan lista úr fórum partípíunnar og leikkonunnar Lindsay Lohan. Um var að ræða lista yfir bólfélaga stjörnunnar, en þann 12. mars árið 2014 birti InTouch átján af 36 nöfnum, en búið var að má út átján nöfn. „Tugir poppstjarna panikka“ var meðal þess sem stóð á forsíðu blaðsins, sem og: „Hvað segja þeir eiginkonum sínum og kærustum?“

Fimm ár síðan.

Það varð allt vitlaust, svo vægt sé til orða tekið, og viku síðar opinberaði InTouch tólf nöfn til viðbótar. Hins vegar hefur restin af nöfnunum, þessi sex sem aldrei voru opinberuð, aldrei litið dagsins ljós og er enn mjög vel geymt leyndarmál. Eitt best geymda leyndarmálið í Hollywood.

Listinn frægi.

Kenndi Opruh um lekann

Lindsay sagði á sínum tíma að fylgdarlið spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey hefði lekið listanum í fjölmiðla, en á þessum tíma var Lindsay með raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöð Opruh þar sem hún fór yfir baráttu sína við vímuefnadjöfulinn og hvernig hún ætlaði að ná frama og frægð á ný. Lindsay tjáði sig um listann í viðtali við Andy Cohen í þættinum Watch What Happens Live þegar hún var í óðaönn að kynna raunveruleikaþættina.

„Þetta var fimmta skrefið mitt í AA á Betty Ford-stofnuninni. Og einhver, þegar ég var að flytja í þættinum, hlýtur að hafa tekið mynd af listanum. Þetta er mjög persónulegur hlutur og þetta er mjög óþægilegt,“ sagði Lindsay þá og grunaði marga að þetta væri kynningarbrella fyrir þáttinn.

Eftir lekann neituðu einhverjir menn á listanum að þetta væri satt, sumir játuðu að hafa sofið hjá Lindsay og aðrir hunsuðu þetta með öllu. Hér er örstutt nærmynd af þeim frægustu sem prýddu lista Lindsay, í ljósi þess að nákvæmlega fimm ár eru síðan InTouch opinberaði fyrstu nöfnin.

James Franco.

James Franco

Leikarinn neitaði þessu staðfastlega í viðtali við LA Mag þegar hann var að kynna ljóðabók, sem inniheldur nokkur ljóð um Lindsay.

„Lindsay sjálf hefur logið um mig með þessum lista yfir bólfélaga!“ sagði James um af hverju hann samdi ljóð um hana. „Þannig að mér finnst það sem ég sagði vega minna en það sem hún sagði.“

Í viðtali við Howard Stern árið 2013, ári áður en listinn var opinberaður, sagði leikarinn að Lindsay hefði reynt við sig en að hann hefði hryggbrotið hana.

„Ég vil ekki monta mig af því. Ég veit ekki hvernig þetta fréttist,“ sagði James. „Í sannleika sagt var hún vinur minn. Ég hef hitt fullt af fólki í vanda og stundum vill maður ekki ganga lengra…við vorum vinir.“

James Franco sló síðast í gegn í kvikmyndinni The Disaster Artist en í kjölfar velgengni myndarinnar sökuðu fjölmargar konur hann um kynferðislegt áreiti í umfjöllun LA Times. Leikarinn hefur vísað þessum ásökunum á bug. Hann hefur legið undir feld undanfarið en er enn á föstu með fyrirsætunni Isabel Pakzad sem hann byrjaði með árið 2017.

Adam Levine.

Adam Levine

Adam tjáið sig líka opinberlega um listann og sagði þetta ekki satt í viðtali við Howard Stern.

„Þetta er ekki satt,“ sagði Adam áður en hann breytti yfir í Bill Clinton-eftirhermu. „Ég átti ekki í kynferðislegu sambandi við Lindsay Lohan!“

Hann hafði lítið annað um málið að segja en sama ár og listinn kom út gekk hann að eiga fyrirsætuna Behati Prinsloo. Þau eiga saman tvö börn; Dusty Rose, tveggja ára og Gio Grace, eins árs.

Justin og Jessica.

Justin Timberlake

Fyrstu sögusagnir um að eitthvað væri á milli Lindsay og Justin fóru á kreik árið 2008 en voru aldrei staðfestar. Þessar sögur fóru aftur á kreik ári síðar þegar að Lindsay tísti um Justin og kallaði hann framhjáhaldara í tísti sem hefur nú verið eytt. Á þessum tíma var Justin byrjaður með núverandi eiginkonu sinni, Jessicu Biel.

Justin er klárlega stærsta nafnið á listanum en hvorki hann né Jessica hafa tjáð sig um listann eða tístin hennar Lindsay.

Zac Efron.

Zac Efron

Það er náttúrulega mjög fyndið að nafn leikarans Zac Efron er skrifað vitlaust á listanum, nefnilega Zack Effron. Zac og Lindsay höfðu verið vinir um árabil áður en listinn var afhjúpaður, en daginn sem listinn var birtur í InTouch var Zac spurður út í listann af ljósmyndara. Hann brosti bara og neitaði að svara.

Árið sem listinn var afhjúpaður byrjaði Zac með fyrirsætunni Sami Miro en þau hættu saman árið 2016. Í dag ku hann vera að stinga saman nefjum með Ólympíuverðlaunahafanum Söruh Bro.

Orlando Bloom.

Orlando Bloom

Um það leiti sem listinn var afhjúpaður var Orlando nýhættur með fyrirsætunni Miröndu Kerr eftir þriggja ára hjónaband. Þá var því haldið fram að hann væri að deita söngkonuna Selenu Gomez þegar að listinn var birtur í InTouch. Hann hefur hins vegar aldrei tjáð sig um listann.

Í dag er Orlando trúlofaður poppsöngkonunni Katy Perry, en hann bað hennar fyrir stuttu.

Colin Farrell.

Colin Farrell

Það kom fáum á óvart að nafn Colin Farrell væri á listanum þar sem þau Lindsay höfðu djammað mikið saman árið 2004. Lindsay var ekki eina pían sem Colin var sagður vera í sambandi með þar sem hann tjúttaði mikið með Britney Spears, Carmen Electra og Angelinu Jolie á þessu tímabili.

Þegar að listinn kom út var Colin hins vegar á öðrum stað í lífinu. Hann fór í meðferð árið 2008 og sagði blaðafulltrúi hans við E! News um listann að hann „hunsaði slúður sem væri eldra en níu ára.“

Colin er enn edrú og hefur ávallt verið opinn með baráttu sína við vímuefni.

Joaquin Phoenix.

Joaquin Phoenix

Því var ávallt haldið fram að þau Lindsay hefðu átt vingott árið 2006 og sáust síðan mikið saman árið 2010. Hann hefur aldrei gengist við því að hafa sofið hjá henni.

Mila og Ashton.

Ashton Kutcher

Listinn var afhjúpaður á frekar óheppilegum tíma þar sem hann var birtur stuttu eftir að Ashton trúlofaðist leikkonunni Milu Kunis. Ashton hefur aldrei tjáð sig um listann en í umfjöllun National Enquirer kom fram að Lindsay og Ashton hefðu átt í stuttu ástarsambandi áður en þau léku saman í kvikmyndinni Bobby árið 2006.

Í dag eru Ashton og Mila gift og eiga tvö börn saman.

Wilmer og Lindsay.

Wilmer Valderrama

Wilmer er einn af fyrrverandi kærustum Lindsay á listanum, en þau deituðu í eitt og hálft ár. Eftir sambandsslitin ræddi Wilmer kynlíf þeirra Lindsay í smáatriðum við útvarpsmanninn Howard Stern árið 2006. Hann sagðist síðar sjá eftir því.

Stuttu eftir að bólfélagalistinn var birtur sagði Lindsay í viðtali við Ellen að lagið hennar Over It væri um Wilmer.

Þegar að listinn fór í loftið var Wilmer í alvarlegu sambandi með söngkonunni Demi Lovato. Þau hættu saman í júní árið 2016 eftir sex ár saman.

Ryan Phillippe.

Ryan Phillippe

Lindsay á að hafa sofið hjá Cruel Intentions-hönknum árið 2007, stuttu eftir að hann hætti með Reese Witherspoon. Ryan sagði í viðtali við Howard Stern árið 2008 að Lindsay hafi viljað sig en að hann hafi ekki viljað hana.

Jamie Dornan.

Jamie Dornan

Löngu áður en Jamie varð heimsfrægur, eða árið 2006, átti hann að hafa átt í stuttu sambandi með Lindsay. Það árið sáust þau haldast í hendur en Jamie hefur aldrei tjáð sig um sambandið.

Jamie kvæntist Ameliu Warner árið 2013. Þau eiga þau tvö börn saman og það þriðja er á leiðinni.

Benicio Del Toro.

Benicio Del Toro

Lindsay og Benicio hittust í afmælisveislu árið 2006, þegar að Lindsay var bara nítján ára, og stungu saman nefjum. Benicio hefur hins vegar þvertekið fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Baltasar óþekkjanlegur: „Þegar fólk sér mann þá kviknar einhver áhugi“

Baltasar óþekkjanlegur: „Þegar fólk sér mann þá kviknar einhver áhugi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar kemur fram á Eistnaflugi í ár

Páll Óskar kemur fram á Eistnaflugi í ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tannlæknir heldur tónleika – Minnkar lætin í tannlæknabornum með söng

Tannlæknir heldur tónleika – Minnkar lætin í tannlæknabornum með söng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“