fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sif varð brjáluð yfir dýraníði – Sendi Guðna Th. bréf: „Hún sagðist ætla að finna þessa menn og setja þá í fangelsi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 17:00

Mæðgurnar Sigríður og Sif og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Ívarsdóttir er átta ára gömul og mikill dýravinur. Sif sá myndband af dýraníði og fann mikið til með dýrunum. Eftir margar spurningar og miklar pælingar ákvað hún að segja skilið við kjöt. Henni fannst það ekki nóg og ákvað að gera eitthvað meira í málunum.

Sif sendi forseta Íslands bréf þar sem hún bað hann vinsamlegast um að segja öllum heiminum að hætta að meiða dýr. Forsetinn svaraði henni í mjög fallegu bréfi. Í samtali við DV segir Sigríður Karlsdóttir, móðir Sifjar, að Sif hafi fundið fyrir miklum stuðning frá forsetanum.

Dýrahjartað brjálað

„Hún sá myndband af dýraníði og dýrahjartað hennar varð alveg brjálað,“ segir Sigríður Karlsdóttir, móðir Sifjar, í samtali við DV.

„Hún sagðist ætla að finna þessa menn og setja þá í fangelsi, svo varð hún í óstöðvandi spurningaflóði til okkar foreldra sinna og við þurftum að gefa okkur tíma til að útskýra og það reyndist frekar erfitt. Því spurningar hennar voru svo skynsamlegar: „Af hverju borðar þú dýr ef þú veist að það er verið að meiða þau og drepa?“ Við nefndum að það gagnaðist ekkert að vera reiður eða gráta, það hjálpar ekki dýrunum en það er hægt að byrja á sjálfum sér,“ segir Sigríður.

„En henni fannst það ekki nóg, hún yrði að fá forsetann með sér í þetta, en í hennar huga ræður forsetinn heiminum. Í huga barns er þetta frekar einfalt og lógískt. Nú hefur hún róast og gætir sín á að þröngva ekki skoðunum sínum á aðra og leyfir vinum og fjölskyldu að borða dýrin í friði.“

View this post on Instagram

Sunnudagskvöld

A post shared by Sigga Karls (@siggakarlsd) on

Bréf Sifjar

„Hæ, ég heiti Sif og ég er 8 ára. Viltu vera svo vænn að segja öllu fólkinu í heiminum að hætta að borða dýr. Ég sá myndband þar sem dýrin voru meidd og ég er mjög leið og reið yfir því. Getur þú sagt öllum í sjónvarpinu að hætta að meiða dýr. Kveðja Sif.“

Fengu svar frá forsetanum

Mæðgurnar fengu svar samdægurs frá forsetanum á Facebook. Hann bað um heimilisfang Sifjar því hann ætlaði að senda henni bréf.

„Það tók smátíma að skila sér. Sú stutta trítlaði niður með lyklana á hverjum degi til að kíkja. Dálítið krúttlegt,“ segir Sigríður.

„Svar forsetans var mjög fallegt. Svo mikil virðing í svari hans og ég held að Sif hafi fundið fyrir stuðningi og hlýju í gegnum bréfið,“ segir Sigríður og bætir við:

„Mér hefur alltaf fundist gildin hans og viðhorf svo heilbrigð og við lítum upp til hans sem manneskju. Góð fyrirmynd.“

Hætti að borða kjöt

Sif hefur sagt skilið við kjöt og er nú grænmetisæta. „Okkur fannst erfitt að byrja sem vegan. Við erum núna að æfa okkur í að borða ekki kjöt og ef ég þekki dóttur mína rétt þá mun hún draga úr neyslu dýraafurða með tímanum. Það er enn þá borðaðar dýraafurðir á heimilinu okkar, eins og ostur, því við erum að gera þetta hægt og rólega,“ segir Sigríður.

„Hinir fjölskyldumeðlimirnir borða enn þá kjöt, en kjötneysla okkar hefur minnkað töluvert vegna þessarar ákvörðunar hennar og allt viðhorf okkar til kjötneyslu hefur breyst. Við eldum öðruvísi og þurfum að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt. Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst þetta erfitt og ég er stundum ringluð, en framboðið af mat er orðið svo gott fyrir fólk sem borðar ekki kjöt og bætiefnin góð, svo við erum að mjaka okkur áfram eftir þessari braut.“

Sigríður segist vera mjög þakklát kokkinum í Vallaskóla. „Hann hefur svo mikið úrval af fersku grænmeti og ávöxtum fyrir krakkana, ásamt úrvali af réttum, baunum og pasta. Hún fær því góða næringu á daginn og við komumst stundum upp með að hafa hafragraut á kvöldin. Þetta er mikill lærdómur fyrir alla í fjölskyldunni og staðfesta hennar lætur okkur ekki komast upp með neitt annað. Svo ætli við endum ekki öll vegan einn daginn.“

Með sterka réttlætiskennd

„Sif hefur alist upp við mikla virðingu gagnvart dýrum og náttúru. Við foreldrarnir berum ómælda virðngu fyrir hvorutveggja og Sif hefur alist upp við hjá pabba sínum að stoppa alls staðar ef þau sjá dýr og spjalla við þau. Hún tengist dýrum á mjög sérstakan hátt, eins og pabbi sinn, og hún er með svo sterka réttlætiskennd, svo ætli þetta hafi ekki bara verið eðlileg þróun hjá henni,“ segir Sigríður.

Sif hefur ekki fengið neinar neikvæðar athugasemdir varðandi nýja lífsstílinn. Sigríður segir Sif ekki flagga ákvörðun sinni mikið og fjölskylda hennar, vinir og skólafélagar reyna ekki að fá hana til að skipta um skoðun eða gagnrýna hana.

„Það kom okkur á óvart,“ segir Sigríður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

„Áreitnin er síðustu dauðateygjur þeirra til að toga mig niður“

„Áreitnin er síðustu dauðateygjur þeirra til að toga mig niður“
Fókus
Í gær

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk sér nafn Sunnevu Einars flúrað á sig: „Ég er í áfalli sko, why?!“

Fékk sér nafn Sunnevu Einars flúrað á sig: „Ég er í áfalli sko, why?!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Oliver fjallar um Hatara: „Ég myndi elska að eyða öllu kvöldinu að tala um Hatara“

John Oliver fjallar um Hatara: „Ég myndi elska að eyða öllu kvöldinu að tala um Hatara“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn