fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Séð og Heyrt stúlkurnar sem meikuðu það

Fókus
Mánudaginn 11. mars 2019 21:00

Fjölbreytt flóra af Séð og Heyrt stúlkum. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis / DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aftasta síða tímaritsins Séð og Heyrt var ávallt tileinkuð einni konu eða stúlku, svokallaðri Séð og Heyrt stúlku, allt frá stofnun blaðsins árið 1996 þar til ákveðið var að taka Séð og Heyrt stúlkuna af dagskrá árið 2011.

Í árdaga Séð og Heyrt þótti það ágætur stökkpallur fyrir konur að vera Séð og Heyrt stúlkan, en líklegast myndi þessi liður ekki njóta vinsælda í fjölmiðlum nútímans. Það voru hins vegar margar íslenskar kjarnakonur sem stigu sín fyrstu skref á síðum Séð og Heyrt og því fannst okkur á Fókus upplagt að rifja upp nokkur þekkt andlit.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Glamúrfyrirsætan, þyrluflugmaðurinn og einkaþjálfarinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir var Séð og Heyrt stúlkan oftar en einu sinni, en þetta voru meðal hennar fyrstu fyrirsætuverkefna.

Ásdís var stundum stutthærð í den. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis

Það þarf vart að fjölyrða um velgengni Ásdísar á hinum ýmsu sviðum síðan þá, en hún var lengi vel eftirsótt fyrirsæta, bæði hér heima og í Búlgaríu, og hefur til að mynda hannað vörulínu undir fyrirsætunafninu Ísdrottningin, orðið þyrluflugmaður og lært einkaþjálfun síðan hún prýddi síður Séð og Heyrt.

Ásdísi Rán þarf vart að kynna. Mynd: Brynja

Birta Björnsdóttir

Birta gerði það lengi vel gott í fyrirsætubransanum, en lagði þann feril á hilluna fyrir hönnunarbakteríuna sem heltók hana.

Hvítklædd Birta. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis

Árið 2004 stofnaði hún fatamerkið Júníform sem vakti gríðarlega lukku og hefur Birta klætt margar af frægustu konum Íslands. Birta seldi Júníform árið 2015 en ári síðar stofnaði hún annað merki, By Birta, sem hefur ekki síður gert það gott.

Elva Dögg Melsted

Elva Dögg Melsted var glæsileg Séð og Heyrt stúlka, en margir muna eftir því þegar að Elva Dögg var krýnd Ungfrú ísland.is árið 2000. Svo kannast margir við Elvu Dögg af skjánum sem lottókynni en í dag starfar hún sem skipulagsritari í tónlistarhúsinu Hörpu. Mikið vatn runnið til sjávar.

Einstök Elva. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis

Birgitta Haukdal

Án efa ein þekktasta Séð og Heyrt stúlkan er Birgitta Haukdal. Birgitta var ekki aðeins Séð og Heyrt stúlka heldur birtist í ýmsum myndaþáttum í tímaritinu sáluga.

Birgitta var tíður gestur á síðum Séð og Heyrt. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis

Var þetta viss stökkpallur fyrir Birgittu sem fór svo í það að vera forsöngkona einnar vinsælustu sveitaballahljómsveitar Íslandssögunnar Írafár. Síðan þá hefur hún verið fulltrúi Íslands í Eurovision, búið um tíma á Spáni og skapað sér nafn sem barnabókahöfundur með Lárubækurnar svokölluðu.

Birgitta ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Einarssyni.

Ornella Thelmudóttir

Ornella var tíður gestur á síðum Séð og Heyrt og vakti strax mikla athygli lesenda. Í kjölfar frægðardaganna á Séð og Heyrt flutti hún vestur um höf og hóf leiklistarnám í New York, þar sem hún býr og starfar enn.

Berglind Icey

Áður en hinn stóri heimur kallaði var fyrirsætan Berglind Icey Séð og Heyrt stúlka.

Berglind á síðum Séð og Heyrt. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis

Fyrirsætustörfin leiddu hana alla leið til Bandaríkjanna þar sem hún fékk tækifæri til að leika í ýmsum myndum og sjónvarpsþáttum, til dæmis The Hot Chick og The Animal. Þá hefur hún einnig tekið þátt í Óskarsverðlaunaathöfninni og Emmy-verðlaunaafhendingunni nokkrum sinnum.

View this post on Instagram

Love is……❤️

A post shared by berglindicey (@berglindicey) on

Marín Manda Magnúsdóttir

Marín Manda er meðal þeirra sem hafa verið Séð og Heyrt stúlkan, en hún er fjölhæf með eindemum og hefur komið víða við.

Marín Manda pósar. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis

Hún rak barnafataverslun í Danmörku, starfaði um tíma í fjölmiðlum og er nú flugfreyja hjá WOW Air.

Marín Manda er fjölhæf.

Elísabet Davíðsdóttir

Fyrsta Séð og Heyrt stúlkan árið 1996 var ekki af verri endanum en það var sjálf ofurfyrirsætan Elísabet Davíðsdóttir. Hún sinnti fyrirsætustörfum um heim allan en hefur í seinni tíð skapað sér nafn sem frábær og fjölhæfur ljósmyndari.

Fyrsta Séð og Heyrt stúlkan. Mynd: Skjáskot úr myndbandi Vísis

Hildur Líf Higgins

Hildur Líf vakti mikla athygli þegar hún skipulagði svokallað VIP partí árið 2011. Það vita hins vegar færri að hún var Séð og Heyrt stúlka. Hildur Líf er í dag stílisti og förðunarfræðingur og er búsett í Bandaríkjunum.

Erna Gunnþórsdóttir

Erna var góðvinkona Séð og Heyrt og var vinsælt glamúrmódel um árabil. Hún var í raun ein af fyrstu glamúrfyrirsætum Íslands og sat fyrir í tímaritum hér heima og erlendis, síðast í Playboy Italia árið 2012. Í dag er Erna búsett í Slóvakíu þar sem hún er í læknisnámi.

Ósk Norðfjörð

Ósk er önnur glamúrfyrirsæta sem þarf vart að kynna, en það kemur líklegast ekki á óvart að hún var einnig eitt sinn Séð og Heyrt stúlkan. Nú á fjölskyldan og fitnessheimurinn hug Óskar allan.

Tinna Alavis

Tinna Alavis var Séð og Heyrt stúlkan og var vinsæl fyrirsæta um árabil á Íslandi. Eftir nokkur farsæl ár í fyrirsætubransanum kúplaði hún sig úr honum og er nú farsæll áhrifavaldur með dygga fylgjendur á samfélagsmiðlum og lesendur heimasíðu sinnar.

Alda Karen Hjaltalín

Nýjasta Séð og Heyrt stúlkan í þessari upptalningu er fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín sem prýddi öftustu síðu Séð og Heyrt stuttu áður en tekin var ákvörðun um að láta þennan fasta lið blaðsins heyra sögunni til.

Uppstríluð Alda Karen. Mynd: DV

Alda Karen hefur vakið mikla athygli að undanförnu með fyrirlestra sína sem hvetja fólk til að vera besta útgáfan af sjálfu sér og láta draumana rætast.

Alda Karen er vinsæll fyrirlesari.

Hægt er að smella hér og horfa á umfjöllun Vísis um endalok Séð og Heyrt stúlkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Varúð!! Hlébarðakona sást í göngu“

Vikan á Instagram: „Varúð!! Hlébarðakona sást í göngu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hár kvenna eru rammpólitísk – Konur duglegar að „lögga“ hvor aðra: „Halló, þetta verður að breytast“

Hár kvenna eru rammpólitísk – Konur duglegar að „lögga“ hvor aðra: „Halló, þetta verður að breytast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn