fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

Marta María um ferilinn og ástina: „Ekki móðga fólk í Buffalo skóm“ – „Harkaleg lending“ á Fréttablaðinu

Fókus
Mánudaginn 11. mars 2019 19:00

Marta María Jónasdóttir er ein virtasta fjölmiðlakona landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðladrottningin Marta María Jónasdóttir, oft kennd við Smartland, var gestur í Sunnudagssögum á Rás 2 um helgina. Þar fór Marta yfir ferilinn frá A til Ö, en það má segja að ferillinn í blaðamennsku hafa byrjað þegar að Marta vann í tískuversluninni 17 og þáverandi eigandi, Bolli Kristinsson, bað hana um að skrifa tískupistla inn á nýstofnaða vefinn strik.is í kringum aldamótin.

„En hvað á ég að gera?“ spurði Marta Bolla. „Vertu bara þú, en bara ekki móðga fólk í Buffalo skóm,“ sagði Bolli þá við hana, en þessi setning hefur fylgt Mörtu alla tíð síðan. „Þetta hefur verið sú setning sem ég hef haft á bak við eyrað í gegnum minn blaðamannaferil. Ekki vera að ráðast á ákveðna hópa. Það er ekki vænlegt til vinsælda.“

„Ég hvíldi mig aldrei“

Síðan lá leið Mörtu á tímaritið sáluga Séð og Heyrt sem hún segir hafa verið dásamlegan tíma og skemmtilegan. Það var svo árið 2004 sem Marta var ráðin í vinnu á Fréttablaðinu og gegndi til að mynda stöðu vaktstjóra innblaðs um tíma. Hún segir það hafa verið „harkalega lendingu“ að fara frá því að skrifa í vikublað yfir í að skrifa í blað sem kemur út á hverjum degi. Hún segir þetta hafa verið afar annasaman tíma.

„Þarna átti ég kærasta sem ég eignaðist með tvö börn og giftist. Svo skildum við fyrir rúmlega sex árum. Það sem maður sér þegar maður horfir til baka er að ég var náttúrulega bara, uuu, ég hvíldi mig aldrei. Maður var mjög þreyttur. Það er krefjandi að vera með tvö lítil börn sem eru fædd með rúmlega þriggja ára millibili og vinna 100% vinnu og rúmlega það,“ segir Marta, en synir hennar, Helgi og Kolbeinn, verða 10 og 13 ára á þessu ári. Í dag er Marta hamingjusöm í sínu sambandi.

„Nú á ég bara dásamlegan maka sem heitir Páll Winkell og samtals eigum við fjögur börn. Við erum ekta nútímafjölskylda. Við erum svona Bónus fjölskylda og erum að stíga mjög stórt skref núna því við ætlum að fara að búa,“ segir Marta full eftirvæntingar. „Við höfum reynt að vera skynsöm og síðan við kynntumst fyrir þremur og hálfu ári síðan höfum við rekið sitthvort heimilið.“

Marta ásamt Páli Winkel.

Komast færri að en vilja í Smartlandi

Eins og áður segir er Marta hvað þekktust fyrir vefinn Smartland á vefsvæði mbl.is, en Marta þróaði vefinn og átti hugmyndina að nafninu.

„Þegar ég var ung þá átti ég íbúð í miðbænum. Ég var rosalega stolt af þessari íbúð. Náttúrulega mætti ég í innlit í Húsum og híbýlum og þá var íbúðin kölluð Smartland. Það var grunnurinn að þessu,“ segir Marta. Vefurinn Smartland átti strax mikillar velgengni að fagna, ekki síst út af miklum áhuga Mörtu á fasteignum fólks.

„Það voru engar fasteignafréttir inni á Vísi eða DV á þessum tíma,“ segir Marta. „Við unnum ákveðið frumkvöðlastarf sem hinir apa upp eftir okkur,“ bætir hún við. Þá segir hún að fólk sæki mikið í að birtast á Smartlandinu, sem er ákveðið lúxusvandamál. „Það komast færri að en vilja. Ég man að Hemmi Gunn heitinn var alltaf að þakka fyrir skeytin og blómin sem hann fékk send frá sjónvarpsáhorfendum. Svo reyndist það allt vera lygi,“ segir Marta. „Ég næ ekki að gera helminginn af því sem ég vil raunverulega gera því það er svo mikill áhugi að koma sínu að,“ segir Marta. Hún setur sér skýrar reglur þegar kemur að efni inni á vefnum. „Það er það sem maður reynir að passa, að vera ekki alltaf að troða sjálfum sér inn í allt. Það hefur enginn áhuga á 42ja ára gamalli konu sem rekur stórt heimili.“

Notar Pál sem hleðslustöð

Þá segir Marta það mikinn misskilning að hún sé stanslaust úti á galeiðunni.

„Það eru margir sem halda að ég sé alltaf á djamminu. Það er nú ekki alveg þannig. Ég er svo lánsöm að eiga maka sem þarf ekki mikinn félagsskap. Ég nota hann svolítið sem hleðslustöð. Aðra hverja viku þegar við erum barnlaus erum við bara tvö að lufsast. Við erum mest heima eða í sundi eða í göngutúrum að hlusta á Rás 1 og Rás 2 og borða soðna ýsu. Það er ekkert mikið meira í gangi.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Landsmenn misstu sig yfir frábærri frammistöðu Hatara: „Ég er með króníska gæsahúð“

Landsmenn misstu sig yfir frábærri frammistöðu Hatara: „Ég er með króníska gæsahúð“
Fókus
Í gær

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppinautur Önnu Mjallar beitti bellibrögðum – Hringdi strax í pabba og bað um hjálp

Keppinautur Önnu Mjallar beitti bellibrögðum – Hringdi strax í pabba og bað um hjálp
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“
Matur
Fyrir 3 dögum

Dularfull herferð vekur athygli – Þekktar konur taka þátt

Dularfull herferð vekur athygli – Þekktar konur taka þátt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lagið sem hreyfði við heiminum en á engan möguleika á að vinna Eurovision

Lagið sem hreyfði við heiminum en á engan möguleika á að vinna Eurovision