fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

„Ég á ansi mikið í skemmtanalífinu frá þessum árum“ – Sjáðu myndirnar

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna kannski ekki allir eftir vefsíðunni superman.is, en þeir sem það gera ættu að muna eftir því að hafa með eftirvæntingu kveikt á tölvunni eftir enn eitt djammið til þess að athuga hvort þeir hafi orðið þess heiðurs aðnjótandi að hafa verið myndaðir og fengið pláss á síðunni.

Á þeim tíma sem Superman var ein vinsælasta síða unga fólksins í landinu var Facebook ekki orðið að stóru nafni og þeir sem spókuðu sig á samfélagsmiðlum þess tíma voru aðallega á síðunni MySpace. Superman var stofnuð árið 2006 og á síðunni mátti nálgast ljósmyndir frá hinum ýmsu viðburðum landsins. Það var hann Sveinbi, sem síðan þá hefur verið kenndur við Superman, sem stofnaði síðuna og hélt henni gangandi í mörg ár. Ekki er hægt að fara inn á síðuna í dag til þess að skoða gamlar myndir en þó er hægt að skoða eitthvað af þeim á Facebook-síðu Superman.

Sveinbi Superman/Mynd: Aðsend

Blaðakona, sem einmitt stundaði bæinn reglulega á þeim tíma sem Superman var hvað vinsælust ákvað að heyra í Sveinba. Ræða við hann um hvaðan hugmyndin að síðunni hafi komið, hvernig þetta tímabil hafi verið og hvernig hann upplifði sig sem einn vinsælasta ljósmyndara landsins.

Sveinbi, sem er tveggja barna faðir í dag, segir að hugmyndin að Superman hafi komið þegar hann var með vinum sínum í bænum og fólk fór að spyrja hann út í myndir og blogg.

Var ekkert mál að fá að mynda hvern sem er og hvar sem er?

„Það var lítið mál, í um 90 prósent tilfella var ég beðinn um að taka myndir af fólki. Það voru einhverjir staðir sem voru ekki hrifnir af því að ég væri að mynda, til þess að byrja með, en svo spurðist þetta hratt út og fleiri staðir fóru að vilja fá mig í heimsókn.“

Sló þetta strax í gegn?

„Það tók mun minni tíma að slá í gegn en ég hugði. Þetta varð gríðarlega vinsælt og stækkaði hratt. Það var allur aldur sem sótti í myndirnar frá Superman. Alls kyns viðburðir, sýningar og fleira. Á tímabili voru myndir skoðaðar um 20 til 100 þúsund sinnum eftir hverja helgi.“

Hvernig var þetta tímabil?

„Þetta var bæði skemmtun og vinna. Varð fljótt mjög mikil vinna, en gekk samt upp og niður. Það sóttist nánast hver sem var í bænum eftir því að fá mynd og ég þurfti nánast aldrei að spyrja fólk um leyfi.“

Varð þetta aldrei yfirþyrmandi?

„Oft var þetta bögg. Það var mikið togað í mig og æsingur í það að fá mynd og aðra mynd. Stundum var fólk með yfirgang en alls ekki alltaf.“

Sveinbi og Fúsi Sig / Mynd: Aðsend

Var ákveðinn hópur myndaður oftast?

„Nei, yfirleitt ekki en yngra fólkið var meira á myndunum samt.“

Hvar var skemmtilegast að taka myndir?

„Klárlega á Pravda á sínum tíma, þegar sá staður lifði. Ásamt samt svo mörgum öðrum stöðum. Nasa var alltaf skemmtilegur og Broadway á sínum tíma. En svo fór þetta að breytast, nýir staðir komu og hurfu jafnóðum.“

Voru fleiri sem tóku myndir fyrir síðuna?

„Nei, það kom kannski fyrir, örsjaldan, og þá aðallega ef ég var ekki í bænum, sem gerðist nánast aldrei.“

Hvað lifði síðan lengi og af hverju hættir þú með hana?

„Hún lifði í um tólf ár og það er enn verið að spyrja hvort ég sé ekki að koma til baka. Tólf ár eru bara fínn tími. Það var kominn tími til þess að hætta og lítið upp úr þessu að hafa í restina, var bara komið gott.“

Minnkaði aðsóknin með komu snjallsímanna?

„Nei, ekki fyrst, eða nei, í raun ekki. Margir notuðu símana en vildu samt alltaf fara á vefinn.“

Ert þú eitthvað að vinna við þetta í dag?

„Lítið, þá aðallega festivöl svona bara fyrir mig.“

Hvað heldur þú að þú eigir margar myndir af Íslendingum á djamminu og hvað ætlar þú að gera við safnið?

„Ég er bara ekki viss en líklega um 50 þúsund myndir eða meira. Er ekki alveg með það á hreinu. Ég tapaði ansi mörgum myndum á sínum tíma og væri til í að eiga þær enn. Mögulega geri ég eitthvað við sumar myndirnar seinna meir.“

Mætti segja að þú hafir í raun skrásett íslenskt djammsamfélag á þessum tíma?

„Ég á ansi mikið í skemmtanalífinu frá þessum árum, gerði alveg heilmikið. Hélt nokkur Superman-partí, sýningar og hjálpaði við alls konar uppákomur. Ég held að ansi fáir hafi gert jafn mikið og ég í þessum dúr. Sumir hafa eignast ansi margar hugmyndir frá mér án þess að ég hafi gefið þær frá mér.“

Hefur íslenska skemmtanalífið breyst mikið undanfarin 20 ár og var skemmtilegra að djamma í „gamla daga“?

„Já, það hefur breyst mjög mikið. Fyrir tuttugu árum var opið til 3.00 á skemmtistöðunum. Já og nei, ætli það fari ekki eftir fólki og stöðum varðandi skemmtunina.“

Uppáhalds djammtímabil?

„2005 til 2009 held ég, er svo sem ekki alveg viss.“

Mynd: Aðsend

Hvað gerir þú í dag?

„Ég hitti börnin mín eins mikið og ég get. Leik mér eins og ég get og mynda og mála þess á milli.“

Hér má sjá hluta af þeim myndum sem Sveinbi hefur tekið á djamminu í gegnum tíðina og gaf hann DV góðfúslegt leyfi til birtingar:

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“