fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Martröð Helga: Sjúkleg afbrýðisemi – Hljóp öskrandi í burtu „Ef þú snertir Ólöfu, muntu óska þess að hafa aldrei fæðst“

Fókus
Sunnudaginn 10. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna hótana, húsbrota og nálgunarbannsbrota í garð Helga Áss Grétarssonar skákmeistara og fjölskyldu hans. Maðurinn lét þó ekki staðar numið þar og var tvívegis kærður fyrir áreitni eftir að hann lauk afplánun refsingar sinnar og vöknuðu upp margar spurningar í kjölfarið, um hvernig ætti að taka á slíkum málum.

Þetta er brot úr umfjöllun úr helgarblaði DV þar sem fjallað er um fræga Íslendinga sem hafa lent í eltihrellum og verið ofsótt.

Í umfjöllun DV um málið árið 2005 sagði:

„Sæll, Helgi minn, … ef þú snertir Ólöfu aftur, þá muntu óska þess að hafa aldrei fæðst,“

eru skilaboð sem Páll Þórðarson las inn á símsvara Helga Áss Grétarssonar, stórmeistara í skák, laugardaginn 11. október 2003. Páll er faðir þriggja barna Ólafar Völu Ingvarsdóttur sem fór frá honum og tók saman við Helga Áss. Sjúkleg afbrýðisemi varð til þess að Páll fór að ofsækja Helga og Ólöfu. Hann var dæmdur í hálfs árs fangelsi árið 2003.

Sjá einnig: Kona ofsótti Bubba

Sambandið var martröð

Í dómnum segir Ólöf að Páll hafi verið í mikilli óreglu, ekki haldist í vinnu, verið þunglyndur og haft allt á hornum sér. Hann hafi farið til útlanda, komið aftur ári síðar og sagst vera breyttur maður; hættur að drekka og farinn að vinna. Þau hafi aftur byrjað að búa og flutt til Hveragerðis þar sem Páll lagðist enn og aftur í drykkju. Þá var Ólöf ófrísk að þriðja barni þeirra sem fæddist í september 1999.

„Þetta var hreinasta martröð,“

var haft eftir Ólöfu í dómnum.

Hún sleit sambúðinni og flutti til móður sinnar. Ólöf segist hafa verið mjög hrædd við Pál þegar þau bjuggu í Hveragerði; henni hafi fundist eins og hún væri í fangelsi. Páll hafi verið ofstopafullur og jafnvel bannað henni að fara úr húsi svo að nokkrum sinnum þurfti hún að laumast út um glugga. Ólöf tók þó fram að Páll hafi ekki sýnt henni ofbeldi að ráði.

Sumarið 2002 kynnist Ólöf svo skákmeistaranum Helga Áss Grétarssyni. Þau byrjuðu að búa en fljótlega fór fyrrverandi ástmaður Ólafar að varpa skugga sambandið. Ofsóknir Páls einkenndust af hótunarsímtölum, andlegu ofbeldi og líkamlegu. Ofbeldið beindist ekki aðeins að Helga og Ólöfu heldur fjölskyldu hans, vinum og ættingjum. Skorið var á dekkin á bíl Helga, ætandi efni hellt á lakkið og bílar bróður hans og föður voru einnig skemmdir.

Í einum af dramatískustu köflum dómsins lýsti Ólöf því þegar Páll kom óboðinn á heimili hennar á Vesturgötunni. Ólöf Vala var með sjö ára dóttur sína með sér þegar Páll vatt sér upp að henni og ýtti henni inn í sorpgeymslu við húsið.

Morðhótanir

Páll lokaði dyrunum og króaði Ólöfu af. Hann tók upp einnota hanska, barefli og hótaði að drepa Ólöfu. Hann festi hálsfesti með krossi um háls hennar, lét hana setja á sig þykkan skrauthring og sagði að hann vildi að hún bæri hálsfestina þegar hún dæi. Á meðan Ólöf var föst inni í sorpgeymslunni var bróðir hennar á leið út með ruslið. Hann kom að Páli sem flúði af vettvangi. Fyrir dómi sagðist Páll hafa ætlað að ræða við Ólöfu um fjármál og þau hefðu af tilviljun farið inn í sorpgeymsluna. Frásögn hans var ekki tekin trúanleg og var hann sakfelldur fyrir þessa ákæru.

Braust inn

Fleiri mál voru dregin upp í dómnum. Því var lýst þegar Páll sat fyrir Helga og tók hann hálstaki. Helgi sleit sig lausan og flúði, öskrandi á hjálp, heim til foreldra sinna sem urðu vitni að morðhótunum úr munni Páls. Þetta dæmi sýnir vel hvernig líf Helga og Ólafar var sífelld barátta vegna ofsókna þessa manns. Barátta sem gekk svo langt að eina nótt í október 2003 reyndi Páll að brjótast inn til þeirra og þurftu Helgi og Ólöf að halda hurðinni til að hann kæmist ekki inn í íbúðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla