fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Alma hélt hún væri í millistétt en átti ekki fyrir læknisviðtali né ársgjaldi í íþróttum: „Ég vil hætta að skammast mín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi vel hélt Alma Mjöll Ólafsdóttir að hún væri í millistétt eins og þorri Íslendinga, þar til vinur hennar opnaði augu hennar fyrir því að hún hafði blekkt sig alla ævi. Í dag segir hún: „Ég heiti Alma Mjöll og ég er úr verkamannastétt.“

Þetta kemur fram í pistli Ölmu Mjallar á Stundinni sem hefur vakið mikla athygli. Alma vill meina að hún hafi vaxið úr grasi á þeim tíma þegar ójöfnuður margfaldaðist hér á landi. Margir sem telji sig vera í millistétt séu í raun lágstéttarfólk.

„Ég hef að einhverju leyti verið mjög stéttablind á íslenskt samfélag. Ég fæddist árið 1991. Það er talið að á milli áranna 1995 og 2007 hafi ójöfnuður á Íslandi aukist upp úr öllu valdi, að hann hafi aldrei verið meiri. Á sama tíma var góðærið að verða til. Það er svolítið eins og góðærið hafi alist upp á sama tíma og ég. Við fylgdumst að, stækkuðum í takt,”

skrifar Alma. Hún hefur upplifað að eiga ekki fyrir viðtali hjá lækni, eiga varla fyrir skólagjöldum og geta hvorki stundað íþróttir né lært á hljóðfæri vegna fátæktar foreldra. Ennfremur hafi hún skammast sín fyrir nestið sitt og fötin sín í skólanum. Í dag horfist hún augu við að þurfa að vera á leigumarkaði um ókomna tíð á meðan sumir vinir hennar njóta aðstoðar foreldra við íbúðakaup.

Þrátt fyrir allan þennan skort taldi Alma sér trú um að hún væri í millistétt. Við þetta bættist að foreldrar hennar höfðu minni tök á að hjálpa henni við heimalærdóminn en foreldrar vina hennar. Í dag horfist hún í augu við stéttarstöðu sína: „Ég vil hætta að skammast mín,“ segir hún.

Um það leyti sem skólagöngu Ölmu lauk átti hún mjög erfitt andlega en hafði ekki efni á að sækja sér aðstoð:

„Ég var mjög veik á þessum tíma andlega en hafði ekki efni á því að sækja mér aðstoð. Við tók tími þar sem gríman mín lak af mér hraðar en ég réði við. Ég var andlega veik og á vinnumarkaði, með ekkert stúdentspróf. Mér hafði fullkomlega mistekist að blekkja mig og aðra um að ég væri í millistétt. Það kom að mínu eigin hruni. Ég hætti að drekka og tók sjálfa mig í gegn. Fór í gríðarlega sjálfsskoðun. Fór að sættast við sjálfa mig og tókst á við áralanga skömm. Ég fór í  stríð við skömm og það opinberlega. Ég gaf út bók ung um að vera alkóhólisti. Leyfði öllum að lesa mig. Mér fór að þykja vænt um hliðarnar á mér sem ég hafði einu sinni skammast mín fyrir og fannst þær meira að segja bara pínulítið rómantískar og ljóðrænar.“

 Ólafur í Samskipum og fátæka konan í Vikunni

Alma skrifar:

„Ég var 16 ára þegar Elton John söng í afmæli Ólafs í Samskipum. Ég var búin að vera á vinnumarkaði síðan ég var fjórtán ára, ég gat því keypt mér Elton John geisladisk og öfundað Ólaf og gesti hans úr fjarlægð. Ég upplifði þá eins og Ólafur væri rosa ríkur, ég upplifði eins og rosa ríkir væru rosa fáir, alveg eins og ég upplifði að það væru rosalega fáir fátækir á Íslandi. Ég hafði blaðað í Vikunni einhvern tíma þegar ég sat 14 ára á heilsugæslunni að bíða eftir lækni. Þar las ég viðtal við fátæka konu. Hún er einsdæmi, hugsaði ég og vorkenndi henni. Ég átti ekki fyrir þessum læknatíma. Gæti ég fengið gíróseðil? spurði ég konuna í afgreiðslunni.“

Alma hélt að á milli Ólafs í Samskipum og fátæku konunnar í Vikunni væru hún og mestöll þjóðin. Síðar rann upp Ölmu að hún tilheyrði lægstu stétt þjóðfélagsins. Hún hætti að skammast sín fyrir fátæktina.

Sjá pistil Ölmu Mjallar í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hversu vel þekkir þú ofurhetjuheim Marvel myndanna? – Taktu prófið og sannaðu snilligáfu þína

Hversu vel þekkir þú ofurhetjuheim Marvel myndanna? – Taktu prófið og sannaðu snilligáfu þína
Fókus
Í gær

Parar myndir af léttklæddum áhrifavöldum við íslenska málshætti: „Barnið vex en brókin ekki“

Parar myndir af léttklæddum áhrifavöldum við íslenska málshætti: „Barnið vex en brókin ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta segir ríkja misskilning um starf áhrifavalda – Segir góðan pening í samfélagsmiðlum

Lína Birgitta segir ríkja misskilning um starf áhrifavalda – Segir góðan pening í samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband