fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hammondhátíð í fjórtánda sinn – „Kúl að opna hátíðina með DIMMU“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hammondhátíðin fer fram í fjórtánda sinn á Djúpavogi 25. – 28. apríl. Í ár koma DIMMA, Dúndurfréttir, Jónas Sig, Ensími og Lay Low sem fram á hátíðinni.

„Þarna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,” segir Ólafur Björnsson, einn þeirra sem fer fyrir hátíðinni og hefur gert það undanfarin sjö ár í viðtali við Austurfrétt. „Margir vildu meina að hátíðin í fyrra hefði verið í þyngri kantinum og hún er það líklega í ár líka. Við höfum alltaf verið svolítið þung, með rokk og ról, en um leið reynt að hafa eitthvað við allra hæfi. Það teljum við okkur vera að gera í ár líka, enda hefur Hammondorgelið alltaf átt stóran sess í rokki og róli.”

Dúndurfréttir hafa spilað á Hammondhátíð áður
Ólafur segir að frá því að hann kom fyrst að hátíðinni árið 2013 hafi verið reynt að bjóða alltaf upp á nýjar hljómsveitir. „Óhjákvæmilega eru sömu meðlimir í mörgun böndum en við höfum leitast við að vera með eitthvað nýtt. Í haust fórum við hins vegar að velta því fyrir okkur hvort það væri mögulega orðið tímabært að bjóða böndum sem hafa komið áður og vakið mikla lukku að koma aftur. Dúndurfréttir eru þar á meðal, en þeir komu árið 2013 og héldu fjölmennustu tónleika sem hafa verið síðan við tókum við. Sveitin á upp á pallborðið hjá mjög mörgum og á rosa stóran og dyggan aðdáendahóp, enda alger upplifun að sjá það „live” á sviði,” segir Ólafur, en Dúndurfréttir verða á dagskrá á föstudagskvöldinu.

Kúl að opna hátíðina með DIMMU
DIMMA spilaði á Hammondhátíð með Bubba Morthens árið 2015. „DIMMA hefur ekki verið hjá okkur í eigin líki áður og hafa þeir minnt okkur reglulega á að við eigum eftir að bjóða þeim að spila á hátíðinni. Það þótti okkur alveg rakið núna. Um er að ræða eina stærstu rokksveit landsins og okkur þykir mjög kúl að opna hátíðina með þeim,” segir Ólafur sem bætir því við að fimmtudagskvöldið fari sífellt stækkandi og gefi hinum kvöldunum ekki neitt eftir lengur. „Við erum hætt að tala um eitt aðalkvöld, en laugardagskvöldið var alltaf stærst. Öll kvöldin vega orðið jafn þungt á hátíðinni og eru einstök, hvert á sinn hátt.”

Ensími og Jónas Sigurðsson á laugardagskvöldinu
Á laugardagskvöldinu spila bæði Ensími og Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit. „Ensími hefur ekki spilað hjá okkur áður, það hefur lengi staðið til að fá þá en ekki gengið upp fyrr en nú. Það er gríðarlega skemmtilegt en Ensími er eitt af þessum stóru rokkböndum síðastliðinna tuttugu ára.

Jónas er hins vegar að koma fram hjá okkur í þriðja skiptið, en hann kemur aldrei eins klæddur til dyranna, heldur er alltaf með eitthvað nýtt í gangi. Hann kom fyrst til okkar árið 2013 og þá með Ómari Guðjónssyni. Árið 2015 kom hann með Ritvélum framtíðarinnar en í ár verður hann með bandið sem hann smíðaði kringum nýju plötuna sína sem hann gaf út í fyrra.
Þar innanborðs er meðal annars Tómas Jónsson sem er líklega einn færasti hammondleikari sinnar kynslóðar. Hann hefur margoft verið með okkur á hátíðinni og er töframaður á orgelið, en ég tel mig ekki vera að skjóta yfir markið þegar ég segi að hann sé meðal þeirra bestu á sínu sviði í Evrópu í dag.”

Sunnudagstónleikarnir lágstemmdari og hátíðlegri
Lay Low mun svo loka hátíðinni með tónleikum í Djúpavogskirkju á sunnudeginum. „Við höfum gert nokkrar tilraunir til þess að ná Lay Low til okkar og það gekk loksins eftir í ár. Það er mikið ánægjuefni að bjóða heimamanneskju velkomna í kirkjuna okkar annað árið í röð, en Lay Low er ættuð úr Berufirði. Salka Sól var með okkur í fyrra, en hún var mikið á Djúpavogi sem barn og hefur sterkar taugar til staðarins. Sunnudagstónleikarnir eru vissulega frábrugðnir hinum, enda lágstemmdari og hátíðlegri. Þeir eru af mörgum taldir hápunktur helgarinnar.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“