fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Birtir mynd af gjöfinni sem hún fékk þegar tökum lauk á Friends

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 19:00

Phoebe reddaði sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lisa Kudrow, sem lék Phoebe í þáttunum Friends, fékk kveðjugjöf frá samleikara sínum Matthew Perry, sem lék Chandler, þegar að tökum á þáttunum lauk árið 2004. Nú hefur Lisa birt mynd af gjöfinni á Instagram-síðu sinni.

Um er að ræða kökukrús sem lítur út eins og klukka, en frægt er þegar að Phoebe hélt því fram að amma sín hefði bakað bestu smákökur í heimi.

https://www.instagram.com/p/BuUzeM3nUQw/?utm_source=ig_embed

Lisa tjáði sig um gjöfina í samtali við Comedy Central seinnipart síðasta árs, en sagan á bak við hana er skemmtileg.

„Það er kökukrús sem var í íbúð Monicu og Rachel og það er mynd af klukku á henni,“ sagði hún þá. „Hann gaf mér hana því ég var að leika í senu og átti að segja: „Úps, sjáið hvað tímanum líður, ég verð að fara!“ En ég var ekki með úr, því við höfðum æft þetta en enginn spáði í því. Svo vorum við í tökum og áhorfendur voru þarna. Við vorum að fara að taka upp atriðið og ég er alveg að fara að segja „Sjáið hvað tímanum líður“. En ég sé ekki úr. Það er enginn klukka neins staðar,“ bætti Lisa við. Þá kom kökukrúsin sterk inn.

„Þannig að ég benti á kökukrúsina og sagði: „Sjáið hvað tímanum líður, ég verð að fara!“

Vinirnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki