fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Stefán Bjarki er með skilaboð til Steinda: Vona að Steindi sjái myndina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 12:51

Stefán Bjarki biðlar til Steinda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Bjarki verður 11 ára í sumar. Hann spilar Fortnite og dreymir um að spila með Steinda, en Steindi er uppáhalds leikari hans.

Stefán Bjarki og móðir hans, Eva Dís, biðla til Steinda í gegnum Facebook. Eva Dís deildi mynd af Stefáni Bjarka með plakat þar sem Stefán Bjarki er með skilaboð til Steinda. Eva Dís biður fólk um að deila myndinni áfram.

„Bara gaman að þessu,“ segir Eva Dís í samtali við DV.

„Endilega deilið þessu og vonandi fær prinsinn minn ósk sína uppfyllta,“ skrifar Eva Dís með myndinni. Hún segir að þau hafi áður reynt að hafa samband við Steinda í gegnum Facebook en það hefur ekki gengið.

„Við ætlum því að prufa þetta og athuga hvort Steindi muni sjá þessa mynd af Stefáni Bjarka,“ segir Eva Dís.

Á plakatinu stendur:

„Ég ætla að reyna á mátt Facebook. Ég heiti Stefán Bjarki og verð 11 ára í sumar. Ég spila Fortnite og mig langar svo mikið að taka leik með Steinda Jr. í Fortnite. Steindi er uppáhalds leikarinn minn og mig langar að hitta hann. Endilega deilið þessu og ég vona að Steindi sjái þetta og vilji hitta mig og/eða adda mér í Fortnite. Hann getur haft samband við mömmu mína í gegnum Facebook. Takk fyrir, Stefán Bjarki.“

Hvað segið þið, eigum við ekki að hjálpa Stefáni Bjarka að ná í Steinda? Endilega deilið þessu áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Lögmaðurinn og blaðamaðurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Lögmaðurinn og blaðamaðurinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rakel Unnur hætti að drekka og ákvað að láta drauminn rætast: „Ég er loksins að fá allt til baka sem ég hef gert“

Rakel Unnur hætti að drekka og ákvað að láta drauminn rætast: „Ég er loksins að fá allt til baka sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?