fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þórey fékk bréf frá svindlara – Ákvað að svara: Sjáðu hvað hún sendi

Fókus
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 15:30

Þórey svaraði kallinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórey S. Þórisdóttir, doktorsnemi og framkvæmdastjóri, fékk, eins og svo margir, bréf frá svindlara á dögunum. Þórey deildi bréfinu á Facebook og hefur gefið Fókus leyfi til að endurbirta það.

„Ég er Barrister Felix Joel. Ég er að hafa samband við þig um kröfu seint viðskiptavina sjóðsins ($ 8,5 milljónir dollara) sem var afhentur hjá bankanum hér í Lome Togo, sem tók þátt í grimmum mótoraslysi með fjölskyldu sinni. Égákvað að hafa samband við þig sem brýnt mál varðandi þetta mál. Ég vil kynna þér bankann sem lifandi nánasta ætt, svo að sjóðnum verði sleppt fyrir þig áður en það er upptæk og flutt í ríkisstjórnarreikning. Svaraðu trúnaðarmálinu mínu til að fá nánari upplýsingar og skýringar.
Barrister Felix Joel.“

Þórey ákvað að taka Barrister á orðinu og svaraði svindlarabréfinu.

„Kæri frændi. Það er leitt að heyra að bankinn í Lome Togo hafi hirt kröfu viðskiptavina sinna sem barst allt of seint, að bankinn og hans fjölskylda hafi tekið þátt í alvarlegu mótorhjólaslysi. Það er gott að heyra að bankarnir í þínu landi séu svona nútímalegir að hægt sé að skella þeim á mótorhjól og senda þá með fjölskyldum sínum út til viðskiptavina þeirra.Bíð spennt eftir að þessi tækni komi hingað til lands sem fyrst! Það er slæmt að þeir hafi samt ollið slysi á þessari ferð sinni og vona að bankinn og fjölskylda hans hafi fegnið makleg málagjöld,“ skrifar Þórey og heldur áfram.

„Ég þakka þér fyrir að vilja kynna mig fyrir bankanum sem lifandi ættingja en er ansi smeik um að það boði ekki gott sér í lagi ef bankinn þýtur um allt á ofsahraða á mótorhjólum. Sérstaklega þar sem ég er ekki mikið fyrir að keyra um á slíku. Ég er sammála því að við ættum bara að sleppa því, og að ríkisstjórnin grípi í taumana sem fyrst og geri þessi hjól upptæk.
Vona að ég hafi skýrt mál mitt vel fyrir þig
Með vinsemd
Þín frænka Þórey.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni