fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Notuðu Meghan Markle til að þakka fyrir sig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 13:30

Hin heilaga þrenning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurhjónin Beyoncé og Jay-Z tóku við Brit-verðlaununum sem besta alþjóðlega sveitin í gærkvöldi. Bey og Jay mættu ekki á verðlaunahátíðina en þökkuðu fyrir sig með hjálp hertogaynjunnar Meghan Markle.

Hjónin bjuggu til myndband sem birt var á hátíðinni þegar ljóst var að þau hefðu unnið. Í myndbandinu sést fyrst málverk af fyrrnefndri Meghan áður en myndavélin fangar hjónin.

https://www.instagram.com/p/BuHvan1gTfp/

„Við sendum innilegar þakkir til Brit-verðlaunanna fyrir þennan ótrúlega heiður,“ segir Beyoncé í myndbandinu. „Þið hafið alltaf verið svo stuðningsrík. Allt er ást. Þakka ykkur fyrir.“

Í lok myndbandsins má heyra sjö ára dóttur þeirra, Blue Ivy, öskra: „Af hverju?“ Þá segir Beyoncé: „Blue!“ og hlær.

Myndbandið er í anda senu úr tónlistarmyndbandi hjónanna við lagið APES-T þar sem þau standa fyrir framan málverkið Mona Lisa í Louvre-safninu í París.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar