fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Leitaði í áfengi til að þola frægðina sem fylgdi Harry Potter: Drakk til að gleyma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 08:00

Sjáið myndirnar sem fylgja fréttinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Radcliffe opnar sig upp á gátt um áfengisfíkn sína í nýju viðtali í vefþættinum Off Camera With Sam Jones. Hann segir að fíknin hafi náð tökunum í lífi sínu þegar að Harry Potter-æðið stóð sem hæst.

„Ég átti mjög erfitt með það, sérstaklega seinnipart unglingsáranna, að þegar ég fór á staði í fyrsta sinn leið mér, og það gæti verið ímyndun, eins og væri verið að horfa á mig þegar ég fór inn á bar eða krá,“ segir leikarinn. „Fljótlegasta leiðin til að gleyma því að væri verið að horfa á mig var að verða mjög fullur í mínu tilviki.“

„Er ég ekki góður í því að vera frægur?“

Daniel lýsir þeirri gríðarlegu pressu sem fylgir því að vera aðalleikari í vinsælli kvikmyndaseríu, en hann lék titilhlutverkið í myndunum um Harry Potter á árunum 2001 til 2011, alls átta myndum.

„Hluti af pressunni eru þær væntingar að maður eigi alltaf að vera glaður,“ segir Daniel og heldur áfram. „Maður er í frábærri vinnu, maður er ríkur og maður á ekki rétt á að vera ekki spenntur út af þessu öllu, alltaf. Mér finnst það vera viss þrýstingur líka. Allt í einu hugsar maður: Heyrðu, ef ég er að finna fyrir mennskri tilfinningu eins og depurð, þýðir það að ég er að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“

Heppinn með fólk

Loks ákvað leikarinn að hann þyrfti að hætta að drekka áður en hann færi niður hættulega braut.

„Ég hef verið ótrúlega heppinn með fólkið í kringum mig á vissum tímabilum í lífinu. Ég hef hitt lykilfólk – sumt leikara, aðra ekki – sem gaf mér frábær ráð og þótti virkilega vænt um mig,“ segir hann. „Að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir útstáelsi og hugsaði: Þetta er kannski ekki gott.“

Daniel hefur verið edrú síðan árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni