fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gómuð: Fangamyndir af frægum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 21:00

Fangamyndir eru yfirleitt ekki fallegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að misstíga sig í sviðsljósinu, eins og þessar stjörnur hafa fengið að finna fyrir.

Bow Wow

Rapparinn var handtekinn fyrir að ráðast á konu þann 2. febrúar síðastliðinn. Var hann kærður fyrir líkamsárás en einnig konan sem hann réðst á. Þá hlutu þau bæði minniháttar meiðsl.

Bill Cosby

Fimm mánuðum eftir að grínistinn var handtekinn fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega var hann dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi. Hann dúsir nú á bak við lás og slá, í skugga fjölmargra ásakana um kynferðislegt ofbeldi.

Offset

Rapparinn Offset var handtekinn í júlí í fyrra eftir að lögreglan stöðvaði hann fyrir umferðarbrot og fann þrjú vopn í bílnum. Þá fannst einnig marijuana í fórum hans.

Stormy Daniels

Klámstjarnan var handtekin þegar hún var að skemmta á strípibúllu í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Hún var til að mynda kærð fyrir að snerta viðskiptavin staðarins en lögfræðingur hennar, Michael Avenatti, sagði að fóti hefði verið brugðið fyrir Stormy í ljósi þess að hún leysti frá skjóðunni um samband sitt og Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta.

Chris Brown

Tónlistarmaðurinn var handtekinn í West Palm Beach á Flórída í júlí í fyrra vegna þess að hann braut skilorð. Honum var sleppt klukkutíma síðar og þurfti að borga tvö þúsund dollara í tryggingu. Chris var á skilorði eftir að hann kýldi ljósmyndara í apríl árið 2017.

Heather Locklear

Leikkonan hefur ýmsa fjöruna sopið en í júní í fyrra var hún færð í gæsluvarðhald fyrir að ráðast að lögregluþjóni og heilbrigðisstarfsmanni. Gerðist þetta viku eftir að hún var send í sálfræðimat vegna skringilegrar hegðunar. Þá var hún einnig handtekin á heimili sínu í Kaliforníu í febrúar í fyrra og kærð fyrir líkamsárás. Heather var fyrst handtekin fyrir ölvunarakstur árið 2008 og fékk hún þriggja ára skilorðsbundinn dóm.

Vince Vaughn

Leikarinn var handtekinn fyrir ölvunarakstur í júní í fyrra og kærður fyrir það sem og að sýna mótþróa við handtöku. Hann greiddi fimm þúsund dollara í tryggingafé og var sleppt.

Naya Rivera

Glee-stjarnan var handtekin fyrir heimilisofbeldi í nóvember árið 2017 eftir deilur við eiginmann sinn, Ryan Dorsey, á heimili þeirra í Vestur-Virginíu.

Rose McGowan

Leikkonan var handtekin í nóvember árið 2017 eftir að hún gaf sig fram og játaði að vera með eiturlyf í fórum sínum. Lögreglan var búin að lýsa eftir Rose eftir að hún gleymdi hlut í flugvél sem innihélt leifar af eiturlyfjum.

Lou Diamond Phillips

Leikarinn var handtekinn í Texas í nóvember árið 2017 fyrir ölvunarakstur. Kom í ljós að áfengismagn í blóði hans var tvöfalt meira en leyfilegt er. Honum var sleppt gegn tryggingu nokkrum klukkutímum síðar.

Melissa Etheridge

Tónlistarkonan var handtekin í ágúst árið 2017 fyrir að vera með marijuana í fórum sínum. Hún sagði lögreglu að hún notaði eiturlyfið til að lina þjáningar sínar vegna þess að hún væri með krabbamein.

Aaron Carter

Söngvarinn var handtekinn fyrir ölvunarakstur í júlí árið 2017. Þá var hann einnig með marijuana á sér.

Shia LaBeouf

Leikarinn var fyrst handtekinn árið 2007 þegar að hann neitaði að yfirgefa verslun og virtist vera fullur. Hann var kærður fyrir óspektir á almannafæri og látinn laus gegn tryggingarféi. Hann var aftur handtekinn árið 2017 fyrir óspektir og mótþróa við handtöku. Honum var sleppt degi seinna gegn tryggingu.

Tiger Woods

Golfgoðsögnin var handtekin fyrir ölvunarakstur í maí árið 2017 en var látin laus nokkrum klukkutímum síðar.

Shailene Woodley

Leikkonan var handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælum í Norður-Dakóta árið 2016 en var sleppt næsta dag.

Justin Bieber

Söngvarinn komst í kast við lögin á Miami Beach árið 2014 og var grunaður um að fara í kappakstur, keyra undir áhrifum og með útrunnið ökuskírteini.

Reese Witherspoon

Óskarsverðlaunaleikkonan var handtekin fyrir óspektir í apríl árið 2013. Eiginmaður hennar var handtekinn fyrir ölvunarakstur en Reese fyrir að hlýða ekki lögregluþjónum. Reese baðst síðar afsökunar á atvikinu og skammaðist sín mjög svo fyrir það.

John Mayer

Rokkarinn var handtekinn fyrir að keyra án ökuleyfis í maí árið 2001.

Lindsay Lohan

Leikkonan var handtekin árið 2007 fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og kókaíns. Síðan þá hefur Lindsay verið handtekin fyrir ýmis brot, sem tæki alltof mikið pláss að telja upp hér.

Khloé Kardashian

Raunveruleikastjarnan var handtekin fyrir ölvunarakstur í mars árið 2007. Hún fékk skilorðsbundinn dóm, braut skilorð og gaf sig fram við lögregluna í júlí árið 2008. Þá fékk hún 30 daga fangelsisdóm en var bara í þrjá klukkutíma á bak við lás og slá.

Michael Jackson

Poppkóngurinn var handtekinn árið 2003 vegna ásakana um barnamisnotkun. Honum var sleppt gegn þriggja milljóna dollara tryggingu og sýknaður árið 2005.

June Shannon

Móðirin úr Here Comes Honey Boo Boo var handtekin árið 2008 vegna gruns um þjófnuð. Kærum var vísað frá sama dag.

Robert Downey Jr.

Lögreglumaður sá leikarann í Culver City í Kaliforníu gangandi um berfættan. Hann var færður í gæsluvarðhald grunaður um ölvun. Þá fannst einnig kókaín í blóði hans og var skikkaður í meðferð.

Mel Gibson

Leikarinn var handtekinn árið 2006 fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Lögreglumenn gómuðu hann því hann var að keyra of hratt. Við handtökuna var Mel ansi orðljótur í garð gyðinga, eins og frægt er orðið. Hann baðst síðar afsökunar á orðum sínum og fór í meðferð.

Paris Hilton

Hótelerfinginn var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 45 daga fyrir að brjóta skilorð með því að keyra ítrekað án ökuleyfis.

Nick Nolte

Leikarinn var handtekinn fyrir ölvunarakstur árið 2002. Þremur dögum seinna fór hann í meðferð og fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm.

Macaulay Culkin

Home Alone-stjarnan var handtekin árið 2004 fyrir að vera með marijuana á sér, sem og tvö önnur lyfseðilsskyld lyf. Hann játaði sekt sína og fékk skilorðisbundinn dóm og sekt.

Nicole Richie

Partípían var handtekin árið 2006 fyrir ölvunarakstur og játaði að hafa reykt marijuana og fengið sér Vicodin áður en hún settist við stýrið. Árið 2007 var hún dæmd í fjögurra daga fangelsi, en afplánaði aðeins 82 mínútur.

James Brown

Guðfaðir sálartónlistar var handtekinn árið 2004 fyrir heimilisofbeldi. Tomi Rae Hynie sagði að söngvarinn hefði ýtt henni niður á gólf þegar þau rifust. Hann þurfti ekki að sitja inni en þurfti að reiða fram rúmlega þúsund dollara í tryggingafé.

Bruno Mars

Söngvarinn var handtekinn árið 2010 fyrir að vera með 2,6 grömm af kókaíni í fórum sínum. Hann játaði sök og þurfti að vinna samfélagsvinnu og leita sér hjálpar við eiturlyfjafíkn. Hann þurfti einnig að greiða tvö þúsund dollara sekt.

Nick Carter

Backstreet Boys-söngvarinn var handtekinn árið 2016 og kærður fyrir líkamsárás eftir slagsmál á bar.

Vanilla Ice

Rapparinn var handtekinn fyrir þjófnað árið 2015 eftir að hann braust inn á heimili í West Palm Beach í Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Í gær

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 4 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta