fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar maður er rúmlega tvítugur og allt í einu með svakalega hittaraplötu, spilar á öllum stöðum og ferð út um allt land, þá er voða erfitt að kenna einhverjum það og maður þarf að læra á meðan maður heldur áfram og ég gerði öll mistökin í bókinni á þeim tíma.“

Svo mælir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Ingó hefur gengið í gegnum ýmislegt frá því að hann gaf út stuðlagið Bahama árið 2008, en hann var gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn í umsjón Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Bergsveins Ólafssonar. Í þættinum ræðir meðal annars fortíð sína, ferilinn, drykkju og fjárhættuspil.

„Ég hef brennt mig á öllum lífsins löstum sem hægt er,“ segir hann og lýsir sinni hegðun í þessum málum sem manískri en hann hefur tekið sig á í lífinu á síðustu misserum.

„Ég var aldrei gæinn sem fór úr að ofan uppi á borði, heldur meira þannig að það tók því aldrei fyrir mig að fara út að borða og fá mér eitt vínglas eða öl. Það þurftu alltaf að vera fjórtán bjórar, átta tópasskot, tveir sígarettupakkar og svo helst það sama daginn eftir,“ segir hann.

Þegar Ingó tók þá ákvörðun að hætta drykkjunni segir hann að mikill tómleiki hafi lagst yfir hann sökum þess að þetta var orðinn hluti af rútínunni. „Ég fann meira fyrir því hvað ég var orðinn háður vondum hlutum þegar ég ákvað að taka þá út úr lífi mínu,“ segir Ingó. „Þetta var orðið aðeins meira en eðlilegt er.“

Aðspurður hvernig hefur gengið að beisla maníuna fullyrðir Ingó að hann hefur alltaf leitað sér að einhverju til að gera. Að hans sögn getur það verið óhugnanlegt að eiga mikinn frítíma í miðju átaki og reynir hann þá að fylla í eyðurnar með því að lesa eða hlusta á hlaðvörp, svo dæmi séu tekin.

Sjálfsvirðingin í rassvasanum

„Ef ég lít á sjálfan mig fyrir sex eða sjö árum finnst mér ég hafa verið ótrúlega vitlaus og óskynsamur. Að sama skapi hefur maður eitthvað fram að færa ef maður telur sig hafa lært eitthvað. Frekar sé ég þetta sem víti til varnaðar heldur en mig að vera einhver fyrirmynd,“ segir hann og bætir við að lífið snýst nú um að búa til „framtíðar-Ingó,“ að sjá til þess að vera betri en hann var þegar hann reyndi sífellt að lifa í augnablikinu og kreista sem mest úr því.

„Ég held að flestir tónlistarmenn tengi sig við það að gigg geta verið gjörsamlega stórkostleg. Þér líður eins og konungi heimsins og allt er geðveikt gaman, en svo geturðu lent í nákvæmlega öfugu. Þá finnst þér sjálfsvirðingin vera í rassvasanum og þú verður lítill í þér og allt verður erfitt og ömurlegt. Maður þarf að læra á þetta, sérstaklega þegar maður er ekki að fá sér í glas til að deyfa sig.“

„Þú þarft ekki að vera allra“

Ingó segir afar mikilvægt að neikvæðnin yfirtaki ekki bæði samfélög og einstakling. Hann nefnir Eurovision sem dæmi um fyrirbæri sem vinsælt þyki að tala niður og kalla hallærislegt, enda tónlist svo afstæð, en þá bætir hann við: „Um leið og þú gefur út lag, málar mynd, gerir bíómynd eða jafnvel útvarps- eða sjónvarpsþátt og hefur glatt einhvern einn, þá er tilganginum náð. Þú þarft ekki að vera allra,“ segir Ingó. „Maður verður rosalega efins með það sem maður gerir út frá því hvað hinum og þessum finnst.“

Tónlistarmaðurinn segir þetta hins vegar vera eitthvað sem hver sem er getur tengt sig við á einhvern veg. „Þú setur kannski inn mynd á netið og það eru tvö hundruð manns sem finnst myndin frábær og hrósa þér en svo kemur einn með leiðindi og þú ferð allt í einu að grafa og pæla í því rosa mikið. Það er eins með listamenn. Um leið og þú ferð að láta eitthvað eitt komment skjóta þig út af laginu, þá geturðu allt eins bara sleppt þessu“

Þáttinn í heild sinni má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Í gær

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 4 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta