fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ásta Dís er orginal Ísdrottningin: Hefur aldrei hitt Ásdísi Rán

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 13:00

Ásdís Rán og Ásta Dís eiga ekki margt sameiginlegt - nema nafnið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið kölluð ísdrottningin í nærri þrjátíu ár. Það er fullt af fólki sem þekkir mig sem ísdrottninguna. Eftir að Ásdís Rán fór að nota það dró ég aðeins úr því að kalla mig það. Mér fannst hallærislegt að nota það sama og einhver annar var að nota til að markaðssetja sig,“ segir Ásta Dís Skjalddal, samhæfingarstjóri hjá Pepp Íslands, samtaka sem berjast gegn fátækt innan Evrópu.

„Það vita allir að ég elska snjóinn og ísinn“

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar að frumkvöðullinn og þyrluflugmaðurinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir tilkynnti það að hún hefði varið vörumerkið Ísdrottningin eftir deilur við aðra sem hefðu notað nafnið sér til framdráttar. Ásdís Rán hefur verið kölluð ísdrottningin um áratugabil, en hún var þó ekki fyrsta manneskjan til að ganga undir nafninu. Það var nefnilega Ásta Dís, eftir því sem Fókus kemst næst.

„Ég hugsa að ég myndi segja að ég væri orginal ísdrottningin. Það gæti náttúrulega verið að einhver hefði verið kallaður þetta á undan mér. Ég myndi samt segja að ég hefði verið meira orginal, sérstaklega af því að ég byrjaði ekki að kalla mig þetta sjálf,“ segir Ásta Dís. Vinir og fjölskylda Ástu Dísar byrjuðu að kalla hana ísdrottninguna fyrir nærri þrjátíu árum og ástæðan fyrir því er einföld.

„Við fjölskyldan höfum farið á jeppum um allt hálendið og ég hef farið á flesta jökla landsins. Ég hef sterk tengsl við Drangajökul, en ég er ættuð úr Ísafjarðardjúpi. Þetta hefur fylgt mér í gegnum tíðina, þetta ís viðskeyti. Alltaf þegar að kemur snjór eða eitthvað er að veðri þá er alltaf skotið á mig á Facebook. Það vita allir að ég elska snjóinn og ísinn. Það hefur alltaf verið mitt enda rosalega gaman að vera á fjöllum að vetri til.“

Að keyra á jökli er nautn

En hvað er það við snjóinn og ísinn sem heillar upprunalegu ísdrottninguna?

„Ég veit það hreinlega ekki. Ætli þetta byrji ekki hjá okkur öllum í æsku því það er svo gaman að fara út að leika í snjónum. Ég er líka alin upp í sveit og elska náttúruna. Að keyra á jökli er ákveðin nautn fyrir mig. Það er kannski ekki allra en ég hef alltaf haft gaman að því,“ segir Ásta Dís, sem fagnar ávallt fyrsta snjódeginum í borginni.

„Mér finnst það æði. Ég er eins og litlu krakkarnir og langar bara út að leika. Fólk tuðar oft yfir því þegar snjórinn kemur en þá bendi ég fólki á að snjórinn færir okkur birtu. Snjórinn gefur birtu og von. Ég sé bara gott í snjónum.“

„Maðurinn minn er kallaður ísbjörninn“

Ásta Dís er gift og á tvö börn sem komin eru yfir tvítugt, en áhugamál fjölskyldunnar hefur einmitt alla tíð verið að fara um hálendið og jökla.

„Maðurinn minn er kallaður ísbjörninn og börnin eru íspjakkurinn og ísprinsessan,“ segir Ásta Dís og hlær.

En hefur hún hitt Ásdísi Rán?

„Nei, ég hef aldrei hitt hana. Ég bloggaði um tíma undir ísdrottningarnafninu og þegar að hún byrjaði að kalla sig þessu nafni sendi ég henni línu og skrifaði eitthvað á þá leið að hún væri ekki eina ísdrottningin. Ég fékk hins vegar ekkert svar,“ segir Ásta Dís, sem skilur fullkomlega af hverju Ásdís Rán ákvað að tryggja sér vörumerkið Ísdrottningin.

„Ég skil hana svo sem þar sem hún er að verja eitthvað vörumerki. Henni líður örugglega núna eins og mér leið þegar að hún fór að nota nafnið,“ segir hún og brosir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Í gær

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 4 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta