fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Edda Björgvins: „Hann ætlar að senda öllum ættingjum pornó-myndband með mér“

Fókus
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björgvinsdóttir, leikari og skemmtikraftur, segir að tölvuhakkari hafi hótað að senda vinum og ættingjum hennar klámmyndband af henni. Edda fékk þessa hótun senda í tölvupósti.

Lögreglan varaði á dögunum við tölvuþrjótum sem reyna að svíkja peninga út úr fólki með þessum hætti. Segjast þeir til dæmis hafa myndefni af fólki að horfa á klám en allt er þetta liður í tilraunum svikahrappa til að verða sér út um skjótfenginn gróða. Borið hefur á því að Íslendingar hafi fengið slíka tölvupósta og er Edda ekki undanskilin.

„Hótunarbréf frá hakkara í Outlook pósthólfinu mínu. Hafið þið fengið svoleiðis? Þetta hljómar að vísu mjög spennandi því hakkarinn ætlar að senda öllum vinum og ættingjum mínum pornó-myndband með mér ef ég borga honum ekki fullt af peningum,“ segir Edda á Facebook og lætur nokkra broskarla fylgja með.

Edda segist bíða spennt. „Bréfið er sent úr mínu pósthólfi til mín og byrjar svona:

„This account has been hacked! Renew the pswd right away!
You do not know me me and you really are most probably interested for what reason you are reading this particular message, proper?
I’mhacker who crackedyour emailand devices and gadgetsa few months ago.
Do not try to get in touch with me or seek for me, it’s not possible, since I directed you an email from YOUR account that I’ve hacked…..“

Edda segir að svo komi krafa um greiðslu með Bitcoin, að öðrum kosti muni hakkarinn birta klámmyndband. Edda segir að heimskupör tölvuþrjótsins haldi áfram:

„…..You have 48 hours to send the payment. (I put an unique pixel to this message, and at this moment I understand that you’ve read through this email).
To trackthe reading of a letterand the activityinside it, I utilizea Facebook pixel. Thanks to them. (Everything thatis appliedfor the authorities should helpus.)…… “

Bréf svikahrappsins endar svona:

„In the event I fail to get bitcoins, I will immediately direct your video to all your contacts, including family members, co-workers, etcetera?“

Eins og lögregla benti á fyrir rúmri viku hafa glæpamennirnir ekki tekið yfir tölvuna þína ef þú sérð svona skeyti í tölvupóstinum þínum. Fólk geti því haldið ró sinni. Þó sé möguleiki á að þeir hafi komist yfir lykilorð að tölvupóstinum. „ Það gerist af og til að tölvuþrjótar brjótast inn á síður á netinu og fá þá notanandalista ásamt lykilorðum. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ sagði lögreglan í tilkynningu sinni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Í gær

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 4 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta