fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þessar myndir eru væntanlegar í kvikmyndahús – Sjáðu stiklurnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 09:00

Fighting With My Family kemur í kvikmyndahús 22. febrúar næstkomandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV tók saman lista yfir þær myndir sem eru væntanlegar í kvikmyndahús hérlendis næstu tvær vikurnar.

Alita: Battle Angel

Hasarmynd um unga konu sem vill komast að því hver hún er, og breyta heiminum.

Hvar: Sambíó og Smárabíó

Hvenær: Frá 15. febrúar í Sambíó og 16. febrúar í Smárabíó

The Wife

Joan Castleman hefur helgað líf sitt eiginmanni sínum Joe, sem er frægur rithöfundur. Hún hefur sætt sig við framhjáhald af hans hálfu, og afsakanir sem hann tengir við “listina”, með reisn og húmor. En nú er staðfesta Joan að bresta.

Hvar: Sambíóin

Hvenær: Frá 15. Febrúar

Stan and Ollie

Sönn saga eins frægasta gríntvíeykis kvikmyndasögunnar, þeirra Laurel og Hardy, eða Gög og Gokke eins og þeir voru kallaðir á Íslandi. Eftir að gullaldartímabili þeirra er lokið fara þeir í ferð til að skemmta í Bretlandi og á Írlandi.

Hvar: Háskólabíó/Smárabíó

Hvenær: Frá 22. febrúar

What Men Want

Metnaðarfull kona grípur til sinna ráða þegar gengið er freklega framhjá henni á karllæga vinnustaðnum þar sem hún starfar. Hún fær þó óvænt spil á hendur þegar hún öðlast hæfileikann til að heyra hugsanir karlmanna, eftir heimsókn til seiðkonu.

Hvar: Sambíóin

Hvenær: Frá 22. febrúar

Fighting With My Family

Fyrrum fjölbragðaglímukappi og fjöskylda hans hafa í sig og á með því að halda sýningar á litlum stöðum hingað og þangað um Bandaríkin, á meðan börnin dreymir um að ganga til liðs við World Wrestling Entertainment.

Hvar: Smárabíó/Háskólabíó

Hvenær: Frá 22. febrúar

Serenity

Dularfull fortíð skipstjóra kemur aftur upp á yfirborðið þegar fyrrverandi eiginkona hans finnur hann. Hún er örvæntingarfull og biður um hjálp, en um leið setur hún allt nýja lífið hans í uppnám, þó það sé kannski ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera.

Hvar: Sambíóin

Hvenær: Frá 22. febrúar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir Íslendingar á fermingardaginn

Frægir Íslendingar á fermingardaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seth Rogen gaf Öldu Karen gjöf: „Þetta er nýi, uppáhalds…“

Seth Rogen gaf Öldu Karen gjöf: „Þetta er nýi, uppáhalds…“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“