fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Prestur sendi skilaboð í rangt númer – Alexandra brá á leik og sendi bráðfyndin skilaboð til baka

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Ásta fékk á dögunum smáskilaboð(sms) frá símanúmeri sem hafði ítrekað hringt í hana í nokkurn tíma án þess að taka þeirri skýringu að um rangt númer væri að ræða. Hún ákvað því að bregða á leik og svara skilaboðunum með óhefðbundnum hætti.

„Þetta er sem sagt kvenmannsprestur sem hringdi í mig í fyrsta skiptið fyrir frekar löngu síðan. Hún er prestur í kirkju sem ég var í þegar ég var í kór í leikskóla og er þetta hverfiskirkjan hjá pabba mínum,“ segir Alexandra í samtali við DV.

Segir Alexandra að hún leggi það ekki í vana sinn að svara símanúmerum sem hún þekki ekki en að hún hafi ákveðið að fletta númerinu upp og sá þá að um kirkjuna væri að ræða.

„Ég hélt þá að það hefði eitthvað komið fyrir pabba minn svo ég svaraði næst þegar hún hringdi til baka. Þá heldur hún að ég sé einhver Þorvaldur en þegar ég neitaði því þá spyr hún hvort hann sé við. Ég segi henni að hún sé að hringja í vitlaust númer en hún var alveg viss um að hún væri með rétt númer.“

Ákvað Alexandra að finna út úr þessu máli og komst hún að því að Þorvaldur sem um ræðir sé með nánast eins símanúmer og hún en það muni einu númeri.

„Síðan af og til þá hefur hún verið að hringja í mig en ég hef ekki svarað. Hún hringdi síðast í lok janúar en svo upp úr þurru fékk ég þetta sms bara á mánudaginn og mér fannst þetta eiginlega of gott til þess að svara ekki. Kannski hættir hún að hringja núna,“ segir Alexandra og hlær að misskilningnum.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af þeim skilaboðum sem gengu á milli Alexöndru og prestsins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Í gær

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 4 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta