fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Fókus
Föstudaginn 15. febrúar 2019 16:00

Þéttsetinn pottur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna nýliðinnar kjördæmaviku, þar sem Sjálfstæðismenn fóru hringinn í kringum landið og heimsóttu kjósendur. Hafa Sjálfstæðismenn vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undir kassamerkinu #áréttrileið.

Ein mynd úr kjördæmavikunni vakti athygli, þar sem sjá mátti þingmenn Sjálfstæðisflokks, þar á meðal Bjarna Benediktsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Sigríði Á. Andersen, baða sig í heitum potti.

Nú hefur myndin gengið í endurnýjun lífdaga á Reddit þar sem notandi að nafni icerevolution21 birtir hana með fyrirsögninni „Þegar potturinn er orðinn IceHot“. Er það vísan í frétt frá árinu 2015 þegar upp komst að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, væri skráður á stefnumótavefinn Ashley Madison undir nafninu IceHot1.

Skemmtilegar athugasemdir eru við þráðinn á Reddit, en þessi frá notandanum Lalli-Oni er í miklu uppáhaldi hjá Fókus:

„Fann mig einu sinni í Garðabæjarlaug og hvur andskotinn er Bjaddni IceHot ekki þarna að spyrja móttökuna hvort hann megi ekki skjótast aftur inn í klefa, hann hafi nefnilega gleymt veskinu sínu. Fjármálaráðherrann okkar gleymdi veskinu sínu! Vanhæfur!“

Þá blandar einn útlendingur sér í umræðuna, notandin nrileyjamesdoggo, og virðist ekki skilja samhengið því það eina sem hann skrifar er:

„Ég þarf að fara til Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla