fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ásdís Rán passaði fyrir Kristinn: Sneri ekki aftur eftir örlagaríkt kvöld

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 21:00

Kristinn vonar að sagan nái til Ásdísar Ránar. Mynd: Brynja / Úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan, athafnakonan og þyrluflugmaðurinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir dembdi sér rækilega í sviðsljósið í gær þegar hún mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og talaði um að hún styddi ekki „þetta jafnrétti“ sem væri komið „í tísku“ nú til dags og að karlmenn ættu að mega vera karlmenn, borga fyrir konur á veitingastöðum og þar fram eftir götunum.

Sjá einnig: Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“.

Internetið er fullt af athugasemdum um þessi orð Ásdísar Ránar, þar sem fólk annað hvort fordæmir hana eða tekur undir orð hennar. Kristinn Adólf Gústafsson nokkur gerir þó hvorugt, heldur býður upp á hjartnæma sögu af Ásdísi Rán sem hann vonar að nái til hennar. Kristinn gaf Fókus góðfúslegt leyfi til að hafa söguna eftir.

„Manstu þegar þú passaðir Braga og Sigrúnu heima hjá mér í gamla daga og þú hafðir kisuna þína með þér? Varst ung en mjög dugleg. Fékkst smá pening fyrir,“ hefst saga Kristins. Eitt örlagaríkt kvöld breyttist hins vegar allt.

„Þegar við komum heim byrjaði ballið. Börnin bæði sofandi en kisa búin að fæða þrjá kettlinga í nýja leðursófanum mínum, þrír áttu eftir að koma. Settir í pappakassa með mömmunni sofandi, allir út í blóði og legvatni.“

Ballið var þó ekki búið enn því illa gekk að þrífa sófann.

„Konan tók plastbrúsa til að þvo sófann en þá vildi ekki betur til en svo að það var klór í brúsanum og sófinn fór á haugana,“ bætir Kristinn við, sem saknar greinilega glamúrpíunnar þar sem hún sneri aldrei aftur.

„Þú komst aldrei aftur að passa en krakkarnir söknuðu þín mikið. Kær kveðja frá okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni