fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Þetta eru íslensku hlaðvörpin – Ertu að missa af þeim?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 15:30

Hlaðvörpin The Snorri Björns Podcast Show og Normið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvörp (e. podcast) hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár og hefur úrval íslenskra hlaðvarpsþátta aldrei verið betra. Fyrir þau sem ekki vita er hlaðvarp eins konar útvarpsþáttur sem er hægt að hlaða niður í símann sinn og hlusta á hvar og hvenær sem er.

DV tók saman nokkur íslensk hlaðvörp, en allir ættu að geta fundið sér einn hlaðvarpsþátt til að hlusta á í rólegheitum heima, ræktinni eða á leiðinni í vinnuna.

Í ljósi sögunnar

Í þættinum skoðar Vera Illugadóttir atburði og málefni líðandi stundar í ljósi sögunnar. Þátturinn hefur notið gríðarlega vinsælda, en meðal málefna sem tekin hafa verið fyrir eru Suður-Kórea, Landnám Venesúela og Angela Merkel.

The Snorri Björns Podcast Show

Snorri Björnsson fær áhugavert fólk í skemmtilegt spjall. Mikið af afreksíþróttafólki hefur komið í þáttinn til hans og hafa helstu crossfitarar landsins spjallað við hann um ferillinn, lífið og veginn. Meðal gesta hans eru Katrín Tanja, Gunnar Nelson og Emmsjé Gauti.

Helgaspjallið

Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson fær til sín frábæra gesti í gott og persónulegt spjall. Meðal gesta hans eru Sólrún Diego, Arnhildur Anna og Binni Löve.

Þarf allt að vera grín?

„Vinirnir og grínistarnir Tinna, Ingó og Tryggvi ræða um allt á milli himins og jarðar á misalvarlegum nótum,“ segir í lýsingu þáttarins. Nýjasti þátturinn heitir „Pirrandi,“ og ræða vinirnir um ógeðslega pirrandi hluti.

Heilsuvarpið

Ragga Nagli fjallar um allt sem er heilsutengt. Hún einblínir ekki einungis á líkamlega heilsu heldur einnig andlega heilsu og hefur til dæmis fengið Árna Þórodd sálfræðing í spjall til sín um kvíða.

Málið er

Lýsing þáttarins segir allt sem segja þarf: „Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki að væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað sér að hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað að væru áhugaverðir.“ Viktoría Hermannsdóttir sér um umsjón þáttarins.

Dr Football

Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason fær góða gesti til að kryfja fótboltann til mergjar. Skemmtileg fótboltaumræða fyrir lengra komna.

Normið

Eva og Sylvía fá til sín skemmtilega gesti. Þær hafa kjaftað um kynlíf með Siggu Dögg, fengið að skyggnast inn í líf Öldu Karenar og spjallað við Óla Stef um unga fólkið.

Tvíhöfði hlaðvarp

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson eru Tvíhöfði. Sketsar, spjall, tónlist, framhaldsleikrit og klassískir dagskrárliðir eins og Smásálin.

Þegar ég verð stór

Vala Rún Magnúsdóttir og Vaka Njálsdóttir eru stjórnendur þáttarins. Þegar ég verð stór er viðtalsþáttur við íslenskar konur. Þær fá til sín einn gest í hverjum þætti og hefja viðtalið á spurningunni: „Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varðst stór?“

90 mínútur

Þáttur þar sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, stýrir. Hörður ræðir um fótbolta við áhugaverða gesti og farið er um víðan völl.

Besta Podcast í heimi

Aron Ingi fær til sín skemmtilega viðmælendur. Grín er í fyrirrúmi en andlegi þátturinn eins og kvíði, þunglyndi, hamingja, álit annara, hugleiðsla og bæn eru málefni sem koma oft fyrir á léttum nótum. Meðal viðmælenda Arons eru Pétur Jóhann, Sólrún Diego og Camilla Rut.

Fílalag

Fílalag er hlaðvarp um tónlist sem hefur verið í gangi síðan 2014. „Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur,“ segir í lýsingu þáttarins.

Til eru heill hellingur af íslenskum hlaðvörpum. Hér eru fleiri íslensk hlaðvörp en listinn er langt frá því að vera tæmandi:

Guðmundarkviða: Saga þjóðar, Alvarpið, Vikulokin, Ástandsbörn, Frænkurnar, Millivegurinn, Víðsjá, Frjálsar hendur, Segðu mér, Áslaug og Óli Björn, Sigga Dögg sexologist, Karfan, Íslenskir Frumkvöðlar, Spekingar Spjalla og Hvað er að frétta?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Barnavikan mikla – Frjósemi Íslendinga í hámarki

Barnavikan mikla – Frjósemi Íslendinga í hámarki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Spéfuglinn og Samfylkingarhjónin

Lítt þekkt ættartengsl – Spéfuglinn og Samfylkingarhjónin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Hildur Eir á krossgötum – Sorg og skipbrot

Tekjublað DV: Hildur Eir á krossgötum – Sorg og skipbrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeildur fótboltalæknir

Umdeildur fótboltalæknir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár