fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Fókus

Hataðasti maður Íslands: „Heimamenn setja pylsur í póstkassann minn og miða á hurðina mína“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristian Banshee frá Barcelona starfaði í The hod dog stand í Austurstræti, og flúði land vegna áreitni í kjölfar myndbands sem hann birti á YouTube. Hann hefur nú birt nýtt myndband þar sem hann segir frá Skotlandsdvöl sinni og hvernig Íslendingar leggja hann í einelti.

Þunglyndur pylsusali

Í desember fjallaði DV um reynslu hans af landi og þjóð og starf hans sem pylsusali. Hann hafði ekki góða reynslu af landinu eða þjóðinni miðað við myndskeið sem hann deildi á YouTube. Í myndbandinu kom fram að starfið væri leiðinlegt, rútínan íþyngjandi, hann væri farinn að sækja mikið í áfengi og mjög þunglyndur. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði í tvígang reynt að fyrirfara sér. Hann ákvað því að hætta í vinnunni og ferðast um landið.

Hann kallar sig hataðasta mann Íslands og segir að umfjöllun DV frá því í desember hafi eyðilagt líf hans. Um Ísland hefur hann sagt:

„Okkur er sagt að hér geti allir draumar ræst. Náttúran er mögnuð en það er líka atvinnuleysi hér. Í augnablikinu höfum við þrjá tíma af sólskini og vindurinn hér gerir mann brjálaðan. Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir því að Íslendingar taki mest af þunglyndislyfjum miðað við höfðatölu. Flestir Íslendingar sem ég vinn með taka slík lyf.“

Misheppnaður með pylsur í póstkassanum

Eftir umfjöllun DV hefur hann sagt að hann hafi mátt þola gagnrýni og orðið fyrir ofbeldi. Hann hefur stofnað undirskriftasöfnun til að fá stuðning og aðstoð við að fá nýja vinnu. Nú hefur hann birt nýtt myndband, en hann er staddur á Skotlandi því hann þurfti að sögn „að flýja Ísland vegna þess að öll þjóðin hatar mig.“.

Í myndbandinu segir hann að hann sé masókisti og reynir að klífa  skoska fjallið Ben Navis.

„Ég ætla að reyna að klífa það. Ég veit ekki afhverju, kannski því ég er masókisti. Ég meina ég á heima á Íslandi þar sem er kaldara en í helvíti og ég ákvað að fara í frí til Skotlands þegar ég hefði getað farið til Mexíkó eða Kanaríeyja. En þið virðist vilja sjá mig þjást. Svo ef þið viljið þjáningu þá skal ég færa ykkur þjáningu.“ 

Honum hins vegar tókst ekki ætlunarverkið, ekki frekar en fyrri daginn.

„Ég komst ekki á tindinn. Í alvörunni, mér tókst það ekki. Ég var mjög nálægt því en ég varð að snúa við. Það var bara of mikill snjór og það var farið að dimma. Ég veit hvað þú ert að hugsa. Þú ert að hugsa að ég sé misheppnaður, og það er rétt. Ég veit það. Ég man að fyrir nokkrum mánuðum síðan sagði ég ykkur að ég ætlaði að hjóla í kringum Ísland. En mér tókst það ekki heldur.“

Flúði frá Íslandi vegna eineltis

En afhverju fór hann til Skotlands?

„Þetta var bara afsökun til að komast í burtu frá Íslandi í nokkrar vikur. Því eins og þið vitið að aðstæðurnar eru orðnar frekar bilaðar í Reykjavík. Þjóðin hatar mig og á meðan ég hef verið í Skotlandi hefur meðleigjandi minn fært mér tíðindi frá Íslandi og mér skilst að heimamenn hafi verið að setja pylsur í póstkassann minn og miða á hurðina mína þar sem stendur „Farðu heim Escobar“ eða „Hversu mikið kostar pylsa með vinnu“ og aðra hluti sem eru sagðir bara til að reita mig til reiði eða gera mig þunglyndan. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast en þetta er gjörsamlega bilað.“

Hann rekur í myndbandinu sínu hvernig honum mistakast reglulega ætlunarverk sín og segir:

„Nú skil ég afhverju foreldrar mínir reyndu að selja mig á Ebay þegar ég var lítill“

Sjá einnig: 

 Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti:Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri

Hataðasti“ maður Íslands grætur og flýr land:„Þeir hentu pylsum í mig og sprautuðu úr tómatsósu yfir hausinn á mér“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég þarf að biðja hana um að „passa“ börnin okkar“

„Ég þarf að biðja hana um að „passa“ börnin okkar“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Guðni fagnar stórafmæli móður sinnar

Guðni fagnar stórafmæli móður sinnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Klæðaburður Kára vekur athygli – „Ekki spurning að hann er trendsetter“

Klæðaburður Kára vekur athygli – „Ekki spurning að hann er trendsetter“
Fókus
Fyrir 1 viku

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 1 viku

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið