fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Útvarpsstjarna selur íbúðina – Sjáðu myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og útvarpsstjarnan Vera Illugadóttir selur nú íbúð sína á Leifsgötu 10 í miðborginni. Vera hefur slegið í gegn með þáttum sínum, Í ljósi sögunnar og Leðurblakan, á Rás 1.

Um er að ræða mjög notalega 55,3 fermetra tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í mikið endurnýjuðu húsi.

Íbúðinni og húsinu er lýst með fögrum hætti á fasteignavef Mbl.is.

„Húsið er sérlega fallegt, byggt í þeim sérstaka stíl sem einkennir Leifsgötu, Eiríksgötu og fleiri götur þar í kring. Verið er að ljúka við viðgerðir á húsi og þaki. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, svefnherbergi, baðherbergi og rúmgott og bjart eldhús. Vel staðsett eign í fallegu húsi […] Gengið er inn í húsið um glæsilegar eikardyr. Stigagangur er vel umgenginn, með dúk á gólfi og fallegum gömlum viðar handlista á handriði. Komið er inn í hol íbúðarinnar úr stigagangi, en gengið er úr holi í öll rými íbúðarinnar. Stofa er rúmgóð og björt með stórum gluggum til suðurs. Svefnherbergi við hlið stofu er sömuleiðis bjart og rúmgott, með stórum fataskáp. Baðherbergi er flísalagt, gólf og veggir, með sturtuklefa, innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Eldhús er rúmgott, með hvítri innréttingu, plássi fyrir eldhúsborð og glugga til norðurs að Leifsgötu. Parketdúkur á eldhúsgólfi en parket á holi, stofu og herbergi.“

Sjáðu myndir af íbúðinni hér að neðan.

Ekki amalegt að hafa Hallgrímskirkju í bakgarðinum

1

Forstofan

2

3

Vera les bækur eins og sést

4

5

6

Svefnherbergið

7

8

Eldhúsið, en sjá má safn hennar af múmínbollum ofan á eldhússkápnum

11

12

Gult og glaðlegt

13

14

Baðherbergið

15

17

Húsið

22

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart