fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fókus

Viktor fór með hálfa brennivínsflösku inn á Vog: „Þetta var allt eða ekkert“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Scheving Ingvarsson, skipstjóri úr Grindavík, minnist þess er hann hætti að drekka fyrir 32 árum. Hann birtir um þetta grípandi og myndræna frásögn á Facebook-síðu sinni. Viktor kom með hálfa brennivínsflösku með sér á Vog og tók síðustu sopana af áfengi þar í anddyrinu. Fyrstu dagarnir meðferðarinnar voru í þoku en Viktor kynntist eldri alkóhólista sem veitti honum ómetanlegan stuðning. Viktor er afar þakklátur fyrir að hafa átt þess kost á að fara í meðferð, það var hans gæfa. Við gefum honum orðið:

Í dag eru liðin 32 ár síðan að ég gekk reikull í spori inn á Vog. Ég hafði meðferðis hálfa flösku af íslensku brennivíni. Það fór ágætlega á því að taka seinasta sopann af því glundri í anddyrinu áður en starfsmaður tók hana af mér á leið minni inn um hlið helvítis.

Þetta ferðarlag var þó annað og betra en ég hafði gert mér í hugarlund. Það voru forréttindi að eiga kost á því að læra og sjá að fyrir menn eins og mig væri líf án áfengis góður kostur.

Fyrstu dagar meðferðarinnar voru í þoku en ég man að ég tók ástfóstri við fiskabúr sem var á einum ganginum á spítalanum. Þar voru tveir stólar, við sátum yfirleitt þar ég og Bjarni vinur minn á milli funda og fylgdumst með hverri hreyfingu fiskanna.

Bjarni er nú látinn en hann var einhverjum þrjátíu árum eða meira eldri en ég. Ég hugsa að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu gott það var fyrir mig að hafa hann með mér þarna, ég hugsa oft til hans með hlýhug. Bjarni var skemmtilegur og sagði sögur sem léttu lífið í drunga eftirkasta undanfarinna mánuða og ára. Við höfðum unnið saman áður og ég hafði komið inn á hans heimili í kaffibland. Hann hvatti mig til að hætta að drekka, ég væri ungur og ætti lífið framundan en sá í augnablikinu ekki mikinn ávinning fyrir sig að hætta. Hann varð samt edrú seinustu ár sín eftir því sem ég best veit. Það var bjart yfir Bjarna seinast þegar ég hitti hann, blessuð sé minning hans.

Ég þreyttist ekki að segja frá því hversu þakkláttur ég er fyrir það að hafa átt kost á því að fara í meðferð, það var mín gæfa, þessi edrúafmæli eru mér dýrmætara en flest annað, fyrir mig var þetta allt eða ekkert. Ég segi því takk fyrir mig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán er á lausu – „Einhleyp mamma“

Ásdís Rán er á lausu – „Einhleyp mamma“