fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fókus

Ugla Stefanía rifjar upp leiðinlegt atvik á jólunum í fyrra – „Í hvert skipti sagði enginn neitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir opnar sig um hvernig það er að vera trans manneskja yfir hátíðarnar og hvaða erfiðleika trans manneskjur þurfa að glíma við í pistli á Metro.

„Ég gjörsamlega dýrka jólin. Ég flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en yfir hátíðarnar fer ég til Íslands til að eyða tíma með fjölskyldu minni á landsbyggðinni,“ segir Ugla Stefanía. „En sem trans manneskja gera jólin mig líka stressaða.“

Kyngreind rangt

Ugla rifjar upp leiðinlegt atvik frá jólunum í fyrra. Hún var í heimsókn hjá frænku sinni þegar eiginmaður frænku hennar spyr hana: „Býrðu ennþá í Brighton, væni minn (e. dear)?“

„Ég horfi á makann minn, sem talar ekki íslensku og veit ekkert hvað var að gerast. Vandamálið er að íslenska orðið fyrir ‚dear‘ (væni) er karlkyns, og eiginmaður frænku minnar kyngreinir mig rangt. Enginn segir neitt þannig ég brosi og kinka kolli,“ segir Ugla Stefanía.

„Það sem eftir er af heimsókninni kyngreinir hann mig rangt allavega fimm sinnum – þrátt fyrir að hafa aldrei þekkt mig fyrir kynleiðréttinguna – og í hvert skipti hundsa ég það. Og í hvert skipti segir enginn neitt. Ég hughreysti mig með því að vera þakklát að allavega kyngreinir frænka mín mig ekki rangt.“

Ekki eina atvikið

Ugla segir að þetta hafi ekki verið eina atvikið yfir hátíðarnar. Hún fór í kirkju nokkrum dögum seinna með pabba sínum. „Við sátum nálægt eldra pari frá nágrannabæ. Rétt áður en messan byrjar heyri ég að þau eru að vísa til mín með gamla nafninu mínu, sem ég hef ekki notað í yfir tíu ár og er ekki löglega nafnið mitt lengur. Ég sný mér við, brosi til þeirra og enginn segir neitt aftur,“ segir hún.

„Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það sé ekki sárt þegar fólk notar gömlu fornöfnin mín eða gamla nafnið mitt. Það er ekki eins og þau hafa ekki fengið nægan tíma til að venjast þessu – það eru komin yfir tíu ár síðan ég hóf kynleiðréttingarferli mitt.“

Slæm tilfinning

Ugla Stefanía segir að þegar hún er kölluð gamla nafninu sínu eða einhver kyngreinir hana rangt þá upplifir hún slæma tilfinningu sem er blanda af skömm, niðurlægingu og vitandi að það sé verið að vanvirða hana. Hún segir að þrátt fyrir þetta sé hún heppin, þar sem flestir í fjölskyldu hennar taka henni eins og hún er. En það sé hins vegar ekki alltaf tilfellið með trans fólk.

„Jólin geta verið sérstaklega erfiður tími fyrir trans fólk. Margt trans fólk hefur verið afneitað einfaldlega fyrir að vera það sjálft,“ segir hún.

Ugla Stefanía vísar í skýrslu Stonewall þar sem kom fram að 11 prósent trans fólks fær engan stuðning frá fjölskyldu sinni. Hún segir frá vini sínum sem á móður sem neitar að nota nýja nafnið hans.

„Ég á aðra trans vini sem einfaldlega geta ekki eytt jólunum með fjölskyldu sinni því fjölskyldurnar vilja þau ekki þarna eða þeim finnst fjölskyldan ekki skilja þau,“ segir hún.

Að lokum hvetur Ugla Stefanía fólk til að taka trans fólkinu í sínu lífi opnum örmum og styðja það í gegnum hátíðirnar. „Þau þurfa á þér að halda,“ segir hún.

Þú getur lesið pistill Uglu Stefaníu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hvað get ég gert til að hætta að elska hana ?

Hvað get ég gert til að hætta að elska hana ?
Fókus
Í gær

„Þau sýna hvort öðru virðingu og skilning“

„Þau sýna hvort öðru virðingu og skilning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsbílar Sigríðar Elvu

Uppáhaldsbílar Sigríðar Elvu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ritstjóri selur sérhæð við Rauðalæk – Sjáðu myndirnar

Ritstjóri selur sérhæð við Rauðalæk – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“