fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fókus

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur læknir, Guðmundur Freyr Jóhannsson, varð fyrir mikilli streitu og kulnun í starfi. Hann þyngdist mikið á stuttum tíma, vann of mikið sem olli spennu í fjölskyldulífinu og svaf illa. Guðmundur Freyr er núna á batavegi eftir að hafa brunnið yfir á bráðadeildinni og hann segir frá reynslu sinni í viðtali við Læknablaðið.

Guðmundur Freyr var orðinn svo illa haldinn að hann þurfti að taka sér árslangt launalaust leyfi frá störfum til að hvílast og byggja sig upp:

„Fyrst eftir að ég steig út af bráðamóttökunni og lokaði hurðinni upplifði ég algjört tómarúm. Allt blanco. Ég ákvað að leggja áherslu á að hvíla mig. Ég fann að ég þurfti þess, þurfti að leggja alla áherslu á að sofa.“

Hann segir að læknar séu furðulega illa í stakk búnir til að takast á við streitu og kulnun:

„Mér fannst merkilegt að hafa farið í gegnum 6 ára læknisnám og lært að þekkja mannslíkamann en ekki þetta. Það eru hlutir sem við læknar mættum læra meira um, sérstaklega hvaða áhrif starfið getur haft á okkur sem sinnum því.“

„Á sama tíma eykst álagið á bráðamóttökunni, innlagnarálagið eykst. Þegar ég klára seinni ráðstefnuna fæðist litla dóttir mín. Ég fer í fæðingarorlof. Hún svaf vel fyrir ungabarn en engu að síður truflaðist svefninn og þegar ég fór aftur í vaktavinnu fór ég að finna aukin streitueinkenni,“ segir Guðmundur Freyr en streitueinkennin voru neikvæðni og pirringur. Hann fannst sífellt erfiðara að eiga við vinnuna og fannst hann vera að missa tökin á henni.

Sem fyrr segir þyngdist Guðmundur Freyr á streitutímabilinu og um tíma var hann orðinn 20 kg of þungur. Bætt mataræði, þyngdartap og breyttur lífsstíll voru ein af forsendum þess að ná heilsu aftur.

Sem fyrr segir var lykillinn að endurhæfingu Guðmundar Freys að taka sér ársfrí frá störfum. Hann er núna smám saman að koma til baka en það getur tekið tvö til þrjú ár að ná aftur fyrri styrk eftir að fólk hefur orðið streitu og kulnun að bráð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag