fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Guðleif segir farir sínar ekki sléttar af H&M: „Þetta kalla ég bara þjófnað um hábjartan dag“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. desember 2019 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðleif Ósk Árnadóttir segir farir sínar ekki sléttar af versluninni H&M á Íslandi. Hún er mjög ósátt með skilareglur verslunarinnar, en hún sakar H&M um „þjófnað um hábjartan dag.“

Guðleif segir frá þessu í færslu á Facebook og gaf DV leyfi til að fjalla um málið.

„Maður er ekki vanur svona viðskiptaháttum þannig að þess vegna er maður pirraður en við þurfum sem neytendur bara að passa okkar því fyrirtækinu er alveg sama,“ segir Guðleif í samtali við DV.

Sjá einnig: Ekki gefa glataðar jólagjafir – Svona kemst þú hjá því

Last dagsins

„Last dagsins fær H&M fyrir óheiðarleika og svik á neytendum við vöruskil – ég er nú ekki vön að kvarta opinberlega en ég get nú bara ekki setið á mér,“ segir Guðleif.

„Við ákváðum í ár að velja íslenskt og kaupa allar jólagjafir á Íslandi meðal annars til að geta fengið skiptimiða þannig að okkar ástvinir gætu skipt ef við hefðum ekki valið rétt í jólapakkann. Við gáfum dóttur okkar kápu í jólagjöf sem henni líkaði ekki og fór því og skilaði, þegar hún svo kemur heim eftir það sé ég kvittun fyrir vöruskilum í poka sem hún var að henda.“

Endurgreidd á helmingsverði

Guðleif tók eftir því að dóttir hennar fékk kápuna endurgreidda á helmingsverði miðað við það sem hún borgaði fyrir hana í byrjun desember.

„Hún náttúrlega vissi ekkert hvað ég borgaði fyrir kápuna upphaflega og gerði því enga athugasemd við vöruskilin. Ég fer í H&M og óska eftir lagfæringu og stúlkan segir að þar sem kápan sé komin á 50% afslátt fái hún bara það til baka nema hún hafi með gjafakvittun sem kaupandi fékk þegar varan var keypt og hún geti ekkert gert fyrir mig. Ég segi við hana að þetta sé ástæðan fyrir því að útsölur byrji yfirleitt eftir að vöruskilatíma sé lokið en ekki stúlku greyinu að kenna,“ segir Guðleif og bætir við að sem betur fer geymir hún oft svona kvittanir þar til eftir jól og fann umræddar kvittanir.

Hún segist ekki hafa viljað setja gjafakvittunina með kápunni því á gjafakvittuninni komu fram allar þær vörur sem Guðleif hafði verslað í H&M þennan dag.

Ókurteis með tárin í augunum

„Ég fer aftur í búðina með þetta allt, nei þá vilja þau ekki endurgreiða að fullu þar sem fyrri endurgreiðslan átti sér stað deginum áður og dóttir mín búin að versla fyrir það kort. Greyið verslunarstjórinn fékk hárþurrkuna frá mér í andlitið, og biðst ég opinberlega afsökunar á því, áður en hún lagfærði vöruskilin fyrir mig. En ég fór út með mitt greitt að fullu með tárin í augunum fyrir að vera svona ókurteis,“ segir Guðleif.

Guðleif segir að hún hafi ekki verið eina manneskjan sem var að standa í svona veseni í versluninni.

„Á sama tíma og ég er að rífast yfir mínu þá standa hjón við hliðina á mér á næsta kassa að reyna að skila úlpu sem konan fékk í jólagjöf og kostaði 6.990 kr en þar sem þau voru ekki með gjafakvittun og úlpan komin á útsölu gátu þau bara fengið 1.000 kr endurgreitt, þau fóru út úr búðinni öskureið með úlpuna aftur,“ segir Guðleif.

Hún segist enn frekar reið fyrir hönd allra hinna sem eru að lenda í því sama.

„Eins og mér líður núna ætla ég ekki að versla jólagjafir að ári í H&M. Og þetta kalla ég bara þjófnað um hábjartan dag,“ segir hún.

Skilareglur H&M

Á vefsíðu H&M er hægt að finna skilareglur verslunarinnar á Íslandi. Þar kemur fram að H&M endurgreiðir vörur innan 30 daga ef varan er í söluhæfu ástandi og sýnt er kvittun fyrir kaupunum. Þannig ætti fólk að geta fengið endurgreitt vörurnar að fullu ef gjafakvittun fylgir með vörunum.

„Ég sá nokkra sem voru að skila og þá voru þau búin að hefta þann miða við verðmiðann sem er sniðugt,“ segir Guðleif.

Því er gott að hafa í huga að gjafamiði er ekki nóg, heldur er nauðsynlegt að hafa gjafakvittun eða kvittun þegar vörum er skilað í H&M.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar