fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Lovísa Tómasdóttir – „Resting bitch face“ á alvarlegu stigi

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 29. desember 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lovísa Tómasdóttir, oft kölluð DJ Lolla Tomm, er klæðskeri, förðunarfræðingur, hönnuður og „föndurkerling“ að eigin sögn. Nýlega opnaði hún förðunarstúdíó við Laugaveginn, Stúdíó Lovísu Tómas, en listakonan er mætt í yfirheyrslu og undirstrikar meðal annars skaðsemi setningarinnar „Róaðu þig.“

 

Hver var fyrsta vinnan þín?
Ég er alin upp í sveit og þar af leiðandi var ég send ansi ung út að gefa hestunum og smala saman kindum. Eitthvað var lítið um að maður fengi laun fyrir það. Fyrsta launaða vinnan mín var hins vegar á gistiheimili þar sem ég þreif herbergi og bar fram morgunmat.

Hvar líður þér best?
Mér líður best í bröns hjá mömmu. Þá kemur öll fjölskyldan saman og það er alltaf mikið hlegið og mjööög mikið borðað. Mömmu hefur oft verið líkt við nornina í Hans og Grétu því hún hættir ekki reyna að koma mat í fólk.

Hvað óttastu mest?
Ég hef alltaf verið dauðhrædd við hvali. Þetta eru friðsemdardýr en þegar ég fæ martraðir þá eru þær yfirleitt um hvali.

Hvert er þitt mesta afrek?
Þegar ég var átta ára og náði að reka, alein, eina bandbrjálaða kvígu inn í fjós þegar mamma og pabbi voru búin að gefast upp.
Svo líka kannski þegar ég opnaði stúdíóið mitt, Stúdíó Lovísa Tómas, og þegar ég tók ákvörðun um að verða fósturforeldri.

Hver er frægasti einstaklingurinn í símaskránni þinni?
Ætli það sé ekki hún Sigga Kling og síminn hennar er 899-0889. Endilega sláið á þráðinn.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Besta ráð sem ég hef fengið er frá góðri vinkonu minni og fyrrverandi vinnuveitanda, Önnu Kristínu, eiganda Kjóla og Konfekts. Það var að hafa trú á eigin getu og segja já við þeim verkefnum sem mér bjóðast þótt þau vaxi mér í augum.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Að ryksuga. Það er alveg glatað. Þyrfti að fá mér svona ryksuguróbot.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu?
Mamma. Magnaðri einstakling er ekki hægt að finna. Hún er algjör klettur, góðhjörtuð og gefur manni alltaf eitthvað gott að borða.

Besta lag allra tíma?
Peanut Butter með RuPaul.

Mest óþolandi jólalagið?
Heims um ból.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
„Róaðu þig“. Hann róar mig svo sannarlega ekki.

Hverjir eru mannkostir þínir?
Það er stutt í gleðina og grínið, ég er þrautseig og traust.

En lestir?
Ég er mikill „introvert“ og getur það virkað fráhrindandi á suma. Verð að minna mig á að brosa því „resting bitch face“ er á alvarlega háu stigi hjá mér.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Eldamennskunni hennar mömmu og verkvitinu hans pabba. Hef líka alltaf viljað getað dansað. Væri gaman að geta gert eitthvað annað en smellt fingrum á dansgólfinu.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Að hætta í fastri vinnu og fara að vinna sjálfstætt. Stundum maður þarf að þora að taka áhættu.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Það er að halda áfram að hanna og sauma fyrir frábært listafólk og svo framleiða fyrir stúdíóið. Ég er alltaf með eitthvað af fötum sem eru til sölu þar. Ég framleiði alltaf í mjög takmörkuðu upplagi. Mér finnst svo gaman að geta sagt: „þú ert ein af fimm sem eiga svona flík“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki