fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

Jónína Ben fékk einstaka gjöf í skugga hjónaskilnaðar: „Ég opnaði gjöfina en treysti mér ekki í að lesa textann”

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 23. desember 2019 11:45

Falleg saga Jónína rifjar upp átakanlegan tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stendur ekki á svörunum þegar að kennarinn og Detox-drottningin Jónína Ben er spurð hver sé hennar eftirminnilegasta jólagjöf, en í nýjasta helgarblaði DV eru nokkrir þekktir einstaklingar beðnir um að rifja upp sínar eftirminnilegustu gjafir.

Hamingjudagur fyrir skilnað

„Besta jólagjöfin mín var á jólunum 1998 og kom frá dóttur minni sem þá var 14 ára, nýflutt heim til Íslands frá Svíþjóð eftir sjö góð ár þar sem hún elskaði lífið. Hún tókst á við breytingarnar og aðlagaðist íslensku skólakerfi hratt, en auðvitað saknaði hún vina sinna úti í Svíþjóð. Foreldrarnir höfðu ákveðið að slíta hjónabandi sínu og það vissi hún. Eins skelfilega erfitt og það er að skilja fyrir hjón er það oftast martröð fyrir börnin, það sá ég síðar betur og betur. En samt var skaðinn skeður og þessi síðustu jól okkar saman gefur hún mér myndaalbúm sem hún hafði búið til og týnt úr fjölskyldualbúmum myndir af okkur á öllum yndislegu stundunum í fjölskyldulífinu. Yfir hverri mynd var fallegur texti um hvað hún elskaði fjölskylduna sína, pabba sinn og mömmu og bræður sína. Ég opnaði gjöfina en treysti mér ekki í að lesa textann við allar myndirnar fyrr en ég hafði endanlega skilið. Öll jól síðan les ég textana og þakka Guði fyrir börnin mín og föður þeirra og bið hann að sýna krökkunum að þau eru elskuð af öllu fólki en mest þó af hvert öðru og okkur pabba og mömmu. Nú er ég með henni að pakka inn jólagjöf á fallegu heimili hennar þar sem við ræðum það gamla og góða og leggjum drög að jólunum saman með hennar börnum og yngri bróður hennar. Ég hef þá skoðun að þegar fólk á börn ætti það að reyna mikið og lengi að laga allar sprungur í hjónabandinu, því sársaukinn er slíkur hjá börnum þótt hann komi seint, því í áfalli deyfir fólk sársaukann. Börn eru alltaf blessun og nú þegar mín eru öll í góðu starfi gáfu þau mér nú í jólagjöf nýjan síma, þar sem minn var hættur að hringja, sú gjöf er líka fín en myndaalbúm dóttur minnar um hamingjudag fjölskyldunnar okkar fyrir skilnaðinn mun alltaf standa uppúr.“

Meira um eftirminnilegar jólgjafir Íslendinga má lesa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Upphaf flugsamgangna á Íslandi

Tímavélin: Upphaf flugsamgangna á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól