fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

Var talinn hættulegur tungumálinu: „En þarna steig Bubbi fram og reif kjaft, ögraði og lamdi í borðið“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 22. desember 2019 13:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill Bubba Morthens er fjölbreyttur enda hefur hann gengið í gegnum ýmiss konar tímabil sem speglast í textunum. Hann þvertekur þó fyrir að brunnurinn sé að tæmast. „Ég sem alveg stöðugt. Ég vakna oft með melódíur í höfðinu og held að það sé eðlilegt, en allar hugmyndir sem ég fæ tek ég upp á símann minn,“ segir Bubbi og sýnir til staðfestingar símann sinn, stútfullan af upptökum. „Ég er með ákveðna tækni svo þetta trufli mig ekki áður en ég sofna. Það sem ég þarf bara að passa, er hversu mikið ég get þanið streng fólksins sem er búið að borga sig inn á tónleikana mína, ég get ekki frumflutt tuttugu ný lög og verið með þrjú gömul. Í ár verða nokkur ný, byggð á atburðunum í ljósi Samherja, um það hvernig menn geta stolið regnboganum frá börnum, þeir fá blámann en almúginn fær grámann. Þannig er ég, ég syng um ástina og dauðann, sem eru jú þeir meginþættir sem mér finnst skipta mestu máli, en svo eru alltaf einhver herbergi þar á milli,“ segir Bubbi.

„Mér finnst Bubbi oft súmmera upp það sem er í deiglunni hverju sinni. Hann veður áfram og segir það sem býr í hjarta hans, sem oftar en ekki er það sem fólk er að hugsa, en enginn þorir að segja. Eins og þegar hann gerði lagið Strákarnir á borginni þegar eyðnifaraldurinn var að læsa klónum í kvíðann hjá fólki og fordómarnir að blossa upp. Á þessum tíma voru límdir miðar í hurðirnar á skemmtistöðum þar sem hommum var meinaður aðgangur, en þarna steig Bubbi fram og reif kjaft, ögraði og lamdi í borðið. Og því fer fjarri að það sé eina málefnið sem Bubbi hefur hjólað í,“ segir Ólafur.

Ekki er langt síðan tónlistarmaðurinn Auðunn Lútersson var gagnrýndur fyrir að syngja um fíkniefnanotkun á tónleikum sem haldnir voru í viðurvist ungra áhorfenda. Bubbi var einn þeirra listamanna sem tók upp hanskann fyrir Auðun og fullyrðir að hann sé án efa einn stærsti listamaður samtímans. „Þarna er maður sem yrkir á gríðarlega flottu máli og hefur heilmikið fram að færa. Hann gerir það í fallegum pakka og ég spegla mig í honum. Ég hugsaði þegar ég sá hann fyrst, vá, er þetta að gerast aftur, því á sínum tíma voru haldnar ráðstefnur um mig í Háskólanum þar sem menn sögðu að ég væri hættulegur tungumálinu og væri hreinlega skaðlegur, en svo mætti fjöldi fólks og varði mig.“

Á þessum tíma áttu sér stað mikil greinaskrif um skáldskap Bubba og þá bragfræði og málfarsreglur sem hann væri að brjóta. Bubbi benti á að þetta væri eins og að fara á málverkasýningu og gagnrýna rammann en pæla ekkert í myndunum. „Þú tókst nú hassið fyrir, eins og Auðunn, og þá átti aldeilis að tjarga þig og fiðra,“ segir Ólafur og uppsker mikinn hlátur frá Bubba. „Þarna var Bubbi að fara frá því að vera innangarðstrúbador, í uppáhaldi hjá mokkaelítunni, vinstra liðinu, stúdentunum og herstöðvarandstæðingunum, yfir í að verða utangarðsmaður. Þarna, 1981, var hann búinn að syngja um verkamanninn og stéttabaráttuna, en menn verða alveg brjálaðir þegar hann syngur: „Ég ætla með kíló af hassi að fíla grasið þar sem það grær“. „Er þetta það sem alþýðan þarf, að sljóvga sig með dópi?“ sögðu ýmsir spekúlantar. Þetta er í raun umræðan um vald, menn vilja stjórna því hver má tjá sig um hvað í í nafni hverra. Sumir vildu þannig eigna sér Bubba, aðrir moka honum út, afvopna hann. Þetta er síendurtekið stef í hans listamannslífi. Hann er utangarðsmaðurinn, hrár og slorlyktandi trúbador alþýðunnar, sem verður uppáhald vinstraliðsins, sem er svo allt í einu orðinn pönkari, sem verður svo ástfanginn poppari að gera Kúbuplötur, sem verður gæi í hvítum jakkafötum að syngja með stórsveitinni, og svo framvegis.“

Viðtalið í heild má lesa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Táningurinn með lengstu leggi í heimi

Táningurinn með lengstu leggi í heimi
Fókus
Í gær

Sjáðu myndbandið: Fundu leið til að sýna brjóst á Facebook

Sjáðu myndbandið: Fundu leið til að sýna brjóst á Facebook
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ágústa Johnson um þegar mótmælendur stóðu fyrir utan heimili hennar

Ágústa Johnson um þegar mótmælendur stóðu fyrir utan heimili hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda ætlar að afklæðast í beinni eftir baráttuna við Covid-19

Linda ætlar að afklæðast í beinni eftir baráttuna við Covid-19
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristófer ætlaði að kaupa tólf dósir af Pepsi Max Lime – Sjáðu hvað birtist á tröppunum

Kristófer ætlaði að kaupa tólf dósir af Pepsi Max Lime – Sjáðu hvað birtist á tröppunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varar við leðurbuxum úr Zöru – Ástæðan sprenghlægileg

Varar við leðurbuxum úr Zöru – Ástæðan sprenghlægileg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fangi óttast að segja kærustunni frá

Fyrrverandi fangi óttast að segja kærustunni frá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sælkerakjörbúð og pizzubakstur á palli í þættinum Matur & Heimli

Sælkerakjörbúð og pizzubakstur á palli í þættinum Matur & Heimli