fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fókus

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2019 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeim sem finnst kóríander gott eru siðblindingar FACT þetta hefur mamma alltaf sagt.“ Elísabet nokkur deildi þessari setningu á Twitter í gær og í kjölfarið fóru Íslendingar á samfélagsmiðlinum að skiptast í fylkingar eftir því hvortt þeim líki við kryddjurtina eða ekki.

Kóríander hefur verið umtalað í mörg ár en fólk er upp til hópa afar ósammála um ágæti þess. Sumir fá bara ekki nóg af jurtinni á meðan aðrir fyllast andköfum þegar það birtist á matardisknum og tengja bragð jurtarinnar við bragð af sápu.

„Ósammála. Kóríander hefur gert matinn minn bragðmeiri,“ segir einn notandi í athugasemd við tíst Elísabetar. „Forréttindi að finna ekki sápubragð,“ segir Elísabet þá og fær svar við því frá öðrum notanda sem segir þetta vera einu forréttindin sem hann nýtur til fulls án þess að blikna.

Lengi vel velti fólk því fyrir sér af hverju einhverjir finna þetta sápubragð af kóríanderi en rannsóknir hafa sýnt fram á að ástæðan er erfðafræðilegs eðlis. Andúðin á kóríander bragðinu er því ekki bara einföld og barnaleg matvendni.

Haukur nokkur veit af þessari erfðafræðilegu tengingu og spyr því „sápubragðsgenhafana“ hvort þeir finni sápubragð af bæði kóríanderdufti (muldum fræum) og af laufunum. „Hef ekki lagt í neitt duft af þessari jurt satans en það er laufið sem fokkar mér upp persónulega,“ segir Elísabet við því. „Mjög ólíkt bragð af þessu tvennu,“ segir Haukur þá en hann er mjög forvitinn um málið. „Hef aldrei fengið neinn til að staðfesta að duftið sé svona líka.“

Margir íslendinga hafa rætt þetta á Twitter í kjölfar tísts Elísabetar en ljóst er að fólk sundrast og skiptist í fylkingar yfir þessu máli. Andri nokkur tekur þetta prýðisvel saman með tísti sínu um málið. „Þetta tíst er byrjun á heimsendanum,“ sagði Andri.

Hvað segja lesendur? Er kóríander jurt satans eða er hún frábær á bragðið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð einhleypur á ný

Ingó Veðurguð einhleypur á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn