fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fókus

Bjarki og Fannar skipuleggja karlasýningu á Frozen 2 – „Þetta á ekki að vera pólitískt“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn hafa verið hvattir til að mæta á sérstaka sýningu kvikmyndarinnar Frozen II, sem fram fer í Sambíóunum Álfabakka annað kvöld.

Það eru bræðurnir Bjarki og Fannar Sigurðssynir sem standa fyrir sýningunni en hátt í 200 manns segjast ætla að mæta og enn fleiri sína áhuga á viðburðar-síðu sýningarinnar á Facebook.

Blaðamaður DV ræddi við Bjarka, en hann segist alfarið eiga hugmyndina að sýningunni, sem hann segir algjörlega ópólítíska.

„Mig langaði að sjá þessa mynd og ég tékkaði á bróður mínum, hvort að honum langaði ekki með, og hann var til. Við sendum svo á fleiri stráka og spurðum hvort að þeim langaði ekki með og þeir sögðu að þeim langaði, en fannst það eitthvað skrýtið.“

„Þeim fannst eitthvað skrýtið að fara fullorðnir karlmenn á barnamynd, þannig að ég hugsaði út í það hvernig hægt væri að normalisera það að fara á svona mynd, sem karlmaður.“

Bjarki tekur fram að þetta sé eina karla-sýningin á Frozen II sem hann muni standa fyrir, en hann segir að þetta sé kjörið tækifæri fyrir karlmenn að sjá myndina, þar sem að þarna dæmi enginn.

Hann heldur því þó til haga að engum verði meinaður aðgangur að þessari sýningu og að öllum sé velkomið að mæta, enda sé þetta í rauninni bara venjuleg bíósýning sem þeir ætli á.

Bjarki viðurkennir þó að hann óttist að mætingin gæti orðið döpur og hvetur hann því fólk, þá sérstaklega karlmenn að láta sjá sig á morgun.

„Þetta á ekki að vera pólitískt, heldur er markmiðið að hafa gaman.“

Að lokum segist Bjarki vera opin fyrir því að bíógestir mæti í búningum, til þess að fagna fjölbreytileikanum, þó það sé ekki nema hárkolla.

Hér getur þú nálgast Facebook-viðburðinn fyrir karlasýninguna á Frozen II.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð einhleypur á ný

Ingó Veðurguð einhleypur á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn