fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

Arna Ýr neitar að hafa stolið styrkjum frá íþróttafólki: „Ég er bara orðin pissed off, pirruð og fúl“

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2019 13:37

Arna Ýr. Mynd: Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Arna Ýr Jónsdóttir er komin með nóg af því að áhrifavaldar séu dregnir á neikvæðan hátt inn í umræðuna um styrki afreksíþróttafólks frá fyrirtækjum.

Sólveig Bergsdóttir, afrekskona í fimleikum, vakti mikla athygli þegar hún sagðist eiga erfiðara með að fá vörustyrki en áhrifavaldur á Íslandi.

„Ég, landsliðskona í fimleikum og afreksíþróttakona, á erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir?“ skrifaði hún á Twitter í byrjun nóvember síðastliðnum. Í kjölfarið fór af stað umræða um áhrifavalda, afreksíþróttafólk og styrki.

Sjá einnig: Sólveig og alræmdur rappari sameinast gegn áhrifavöldum: „Einhverjar litlar pjöllur á nærbuxunum úti í náttúrunni að hala inn cash“

Arna Ýr sagði sína skoðun á málinu í Instagram Story í gær.

„Mér finnst afreksíþróttafólk amazing. En var að hlusta á frétt í sambandi við þetta áhrifavalda/íþróttafólks umræðu. Viðmælandinn sagði: „Þegar maður horfir á auglýsingar hjá áhrifavöldum þá finnst mér það persónulega ekki skila jafn miklum árangri en ef það væri flottur íþróttamaður að auglýsa.“ Mér finnst þetta „áhrifavalda“ orð hafa flækst alltof mikið inn í þessa umræðu. Ég t.d. hef verið í samstarfi með barnavörubúð því ég er móðir. Ef þau hefðu ekki kosið auglýsingu í gegnum áhrifvalda/a hefði búðin líklegast leitað í fjölmiðla/útvarp/tv. Hvernig ætlar íþróttamaður að auglýsa barnavagn? Hvernig getur íþróttamaður verið fyrirmynd barnavöruverlsunar?“ Skrifar hún og heldur síðan áfram með umræðuna í spjalli við fylgjendur.

„Ég er mjög hlynnt því að íþróttamenn fái betri stuðning, mér finnst það mikilvægt,“ segir Arna Ýr. „En mér finnst bara verið að draga þetta orð og þetta fólk „áhrifavaldar“ á allt of neikvæðan þátt inn í þessa umræðu. Og það er verið að segja að áhrifavaldar séu að hirða alla styrki afreksíþróttafólks og mér finnst það frekar brútal orðað. Finnst það full víðtækar, eða svona, yfirgripsmiklar ásakanir út af því það er svo margt sem íþróttafólk getur gert frekar en þeir sem vinna á samfélagsmiðlum og líka ótrúlega margt sem fólk sem vinnur á samfélagsmiðlum getur gert frekar en íþróttamenn fattið þið?“

Arna Ýr tekur aftur dæmið með barnavagninn en tekur það fram að umræðan nái yfir „svo miklu fleiri hluti.“ Hún segir að barnavöruverslunin hafi frekar ákveðið að eyða sínu fjármagni í að hún auglýsi barnavagninn, frekar en í sjónvarpsauglýsingu.

„Ef þið ætlið að kalla mig áhrifavald þá er ég sem áhrifavaldur ekki að stela neinum styrkjum frá íþróttafólki með því að auglýsa barnavagn, út af því að fjármagnið hefði aldrei farið til íþróttamannanna, þá hefði það farið í sjónvarpið. Og þetta gildir yfir rosalega mörg fleiri fyrirtæki og auðvitað eru auglýsingar mjög augljósar núna í gegnum samfélagsmiðla, sérstaklega Instagram. Það er því það er búið að minnka úr blöðunum og minnka úr sjónvarpinu og það er stór partur af því sem fólk er ekki að tala um,“ segir Arna Ýr.

Pirruð og fúl

„Svo er ég bara orðin „pissed off“, og pirruð og fúl á því að lesa í kommentakerfinu eða bara  einhverstaðar að fólk sé að kalla „áhrifavalda“ einhverjar sófaklessur eða heimskar bikinígellur eða fólk sem hefur ekkert að gera fyrir líf sitt. Því við erum alveg jafn mikið að gera í okkar lífi eins og aðrir, þó við séum ekki að keppa landsliðsleiki í handbolta eða fótbolta. […] Við erum að gera mjög margt við okkar líf eins og allir eru að gera við sitt og mér finnst eins og allir ættu að vera góðir við alla og styðja alla og í staðinn að rífa áhrifavalda niður í fréttum endalaust þá frekar skora fyrirtæki að styrkja meira eins og líka er búið að vera að gera,“ segir Arna Ýr.

Hún tekur það aftur fram að henni finnst íþróttafólk magnað og henni finnst mjög gaman að fylgjast með íslensku íþróttafólki keppa.

„Það eina sem ég er að setja út á er að fólk blandar áhrifavöldum inn í umræðu sem mætti afmarka betur. Það eru fullt af áhrifavöldum sem koma ekki nálægt auglýsingum eða fyrirtækjum sem gagnast íþróttafólki,“ segir Arna Ýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 1 viku

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum
Fókus
Fyrir 1 viku

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 1 viku

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp
Fókus
Fyrir 1 viku

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“