fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Viðbjóðslegar valdaveiðar – „Mér finnst valdaveiðari ekki nógu hryllilegur titill fyrir svona viðbjóðslega hegðun“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 14. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugtökin „clout chaser“ og „clout chasing“ eru eflaust einhverjum framandi sem komnir eru af léttasta skeiði. Í raun mætti þýða þessi hugtök sem valdaveiðar, en skilgreining á hugtakinu „clout chaser“ í Urban Dictionary er: „manneskja sem reynir að nærast á vinsældum annarra í eigin hagnaðarskyni.“ Þar segir enn fremur að fólk sem stundar valdaveiðar slái sig til riddara, láti aðra halda að það sé mikilvægt því það umgangist vissa aðila. Þá eiga þessir valdaveiðarar það til að taka sér skoðanir annarra, sem eru líklegar til að fá góðan hljómgrunn, sem og egna til rifrilda við aðra til að ganga í augun á þeim sem frægir eru.

Birtingarmynd eineltis

Þótt nafnið á hugtakinu um valdaveiðar sé framandi þá er þetta ekki nýtt undir sólinni. Á árum áður hefði þetta sama fólk geta heitið „grúppíur“ eða „tækifærissinnar“. Hugtakið „clout chasing“ á uppruna sinn í hip hop-senunni, enda mikil völd fólgin í frægð í þeim heimi. Þeir sem hafa einsett sér að elta frægðina í hip hop-bransanum gera það á tvo vegu; hanga með þeim sem eru frægir eða dissa þá sem eru frægir til að hefja sig upp á þeirra kostnað. Það má segja að þessar valdaveiðar séu ein af birtingarmyndum eineltis. Þá hafa mætir menn í tónlistarbransanum kallað þessa valdaveiðara örvæntingarfulla og því ekki eftirsóknarvert að vera valdaveiðari, allavega ekki ef það kemst upp um þig.

Blóðsugur

Orðið „clout“ er af írskum uppruna og smitaðist yfir til Bandaríkjanna um miðja síðustu öld vegna fjölda Íra sem settust þar að. Fyrstu heimildir um að „clout“ merkti einhvers konar yfirburði eiga rætur sínar að rekja til Chicago þar sem „clout“ var notað um pólitísk völd og áhrif.

Í síðari tíð hafa hip hop-arar og rapparar notað þetta hugtak grimmt. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur hins vegar opnast nýr og hættulegur heimur fyrir þá sem vilja stunda valdaveiðar og hafa þeir oftar en ekki komið sér í klandur með því að stunda fyrrnefndar veiðar. Hugtakið „clout chasing“ hefur meira að segja komið fyrir í dómskjölum vestanhafs síðustu mánuði þar sem valdaveiðararnir geta hæglega breyst í eltihrella. Valdaveiðarnar geta líka farið inn á hættulega braut þegar þeir sem veiða gera hvað sem er til að þóknast þeim ríkju og frægu, jafnvel hvetja til ofbeldis, skemmdarverka eða fremja glæpi sjálft. Þá hafa heimsfrægir tónlistarmenn snúist gegn hugtakinu og fordæmt valdaveiðar opinberlega. Snoop Dogg lýsti til dæmis veiðurunum í viðtali við BET.

Tæpitungulaust Snoop Dogg segir hlutina eins og þeir eru. Mynd: Getty Images

„Manneskja sem reynir á útsmoginn hátt að tengja sig við velgengni og vinsældir manneskju eða vinsæla tískustrauma til að ná sér í frægð og athygli. Þessi persónuleikaröskun líkist oft einhverjum sem teikar, án þess að að hafa áhyggjur af eyðileggingunni sem fylgir eða sínum eigin heilleika,“ sagði Snoop Dogg og gekk svo langt að kalla þetta fólk blóðsugur og fjárkúgara.

Slá í gegn

„Clout chasing“ er orðið að heimsfyrirbæri og virðast fjölmargir vera þarna úti sem eru til í að gera hvað sem er, henda öllum prinsippum út um gluggann fyrir frægðina – ekki ólíkt því sem Stuðmenn sungu um í slagaranum Slá í gegn. Rapparinn Lloyd Banks, sem er alls enginn valdaveiðari, er sammála Snoop Dogg og viðraði skoðanir sínar á „clout chasing“ á Twitter fyrir ekki svo löngu. Virðist hann vera einn af þeim sem telja eðli valdaveiðara gera samfélagið að verri stað.

„Mér finnst valdaveiðari ekki nógu hryllilegur titill fyrir svona viðbjóðslega hegðun. Þetta er farið úr böndunum.“

Ekki sáttur Lloyd Banks hugnast ekki valdaveiðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina