fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fókus

Hildur Birna fór í meðferð

Fókus
Föstudaginn 13. desember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Hildur Birna fór í meðferð á Vogi fyrir síðustu jól því hún „hafði álpast til að detta í smávegis dagdrykkju.“ Hún segir frá þessu og leitinni að ástinni í skemmtilegu „grín-viðtali“ í nýjasta tölublaði Smartlands.

Hildur segir að til að byrja með hafi þetta verið „saklaus drykkja með vinum og vandamönnum“ en hafi síðan farið úr böndunum.

„Ég er ekki svona dæmigerð fyllibytta eða eiturlyfjaneytandi. Ég er meira í áttina við gardínufyllibyttu, nema hvað ég drakk ekki á bak við gardínur heldur meira úti í garði úr belju.“

Hún segir að sonur hennar sé ástæðan fyrir því að hún fór í meðferð.

„Sonur minn er listamaður og frekar fámáll en dásamlegt mannsbarn. Þegar hann segir eitthvað, þá meinar hann það. Ég bað hann einhverntímann að fara með ruslið fyrir mig og þá sá hann allar beljurnar mínar, flokkaðar og raðaðar eins og fyrirmyndakonur gera í Vesturbænum. Hann staflaði beljunum upp á eldhúsborðinu og lagði allar  innheimtuskuldirnar frá Mótus ofan á þær og setti síðan gulan miða ofan á listaverkið þar sem á stóð: Hver er forgangsröðunin?“

Hildur segist vera að leita sér að karlmanni, og hafi reynt að gera það á Vogi en ekkert hafi gengið.

,,Málið er að ég hef verið í mikilli andlegri vinnu á undanförnum misserum þar sem ég hef komist að því með sálfræðingi að ég hef verið að neita mér um ást. Þessi meinta ástarmegrun hefur staðið yfir í tvo áratugi eða svo,“ segir hún.

Uppfært: Hildur hafði samband við DV og lét vita að um grínviðtal hafi verið að ræða og þessi saga hafi verið sögð í gríni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“