Laugardagur 18.janúar 2020
Fókus

Heiðdís mætti ekki fyrir dómara

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2019 18:00

Heiðdís og Farzad.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mik­il ólga hef­ur ein­kennt sam­bands­slit­ áhrifavaldsins Heiðdísar Rósar Reynisdóttur og athafnamannsins Farzad Sepahifar en Sepahifar kærði Heiðdísi fyrir líkamsárás í haust. Þá var hann kominn með tímabundið nálg­un­ar­bann gegn henni og stóð til að mæta fyr­ir dóm­ara þann 20. nóv­em­ber síðastliðinn.

Samkvæmt heimildum DV mætti Heiðdís ekki fyrir dómara og var ný dagsetning sett þann 13. desember, í dag nánar til tekið. Haft er eftir Heiðdísi að auðvelt sé að fá nálgunarbann í Bandaríkjunum og taldi hún líklegt að tilgangur bannsins væri að koma í veg fyrir að hún gæti sótt eigur sínar til hans. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um líkamsárásina en á meðan þau voru trúlofuð voru þau dugleg að spóka sig á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Átakanleg sambandsslit Heiðdísar og Farzad – „Hún ætlaði að skera af mér typpið“

Heiðdís er förðunarfræðingur, ættuð úr Garðabænum og hefur verið búsett í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Þúsundir Íslendinga hafa fylgist með lífi hennar á samfélagsmiðlum undanfarin ár en þar gefur hún fylgjendum sínum innsýn í líf sitt. Í september í fyrra skrifaði hún niður lýsingu á draumaprins sínum og svo örfáum dögum síðar birtist Sepahifar.

Að sögn Sepahifar hefur hann ítrekað reynt að koma eigum hennar frá sér án árangurs, en nú er móðir hans komin inn í spilið sem milliliður parsins til að útkljá málið með eigurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Gnarr eignaðist dreng

Margrét Gnarr eignaðist dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar 2020 – Joker með 11 tilnefningar

Þetta eru Óskarstilnefningarnar 2020 – Joker með 11 tilnefningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er eitt vinsælasta lag Íslands í fyrra stolið? – „Ekki séns að þetta sé tilviljun“

Er eitt vinsælasta lag Íslands í fyrra stolið? – „Ekki séns að þetta sé tilviljun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rausað til skemmtunar með bitrum bótasvindlara

Rausað til skemmtunar með bitrum bótasvindlara
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóel Sæmundsson yfirheyrður: „Ég óttast mest að vera lifandi en lifa samt ekki“

Jóel Sæmundsson yfirheyrður: „Ég óttast mest að vera lifandi en lifa samt ekki“