fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fókus

Fór í meðferð eftir áreiti aðdáenda

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Kelly Marie Tran hefur ítrekað verið undir árásum hrotta á samfélagsmiðlum og víðar, nánar til tekið frá meintum unnendum Star Wars-sagnanna.

Í nýlegu viðtali við bandaríska sjónvarpsþáttinn Good Morning America segir Tran að hún hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar í kjölfar fordómanna í sinn garð. Tran er af víetnömskum uppruna og var óþekkt leikkona áður en hún fékk stóra tækifærið með Star Wars-myndinni The Last Jedi. Myndin var frumsýnd í kringum jólin 2017 og varð Tran á augabragði heimsfræg. Ekki er þó alltaf stöðugur glans í glamúrnum því Tran hefur verið ítrekað undir árásum hrotta á samfélagsmiðlum og víða.

Að sögn Tran tók það verulega á að upplifa heimsfrægð á svo skömmum tíma, ekki síður í ljósi aðkastsins sem endaði á því að hún eyddi öllum færslum á samfélagsmiðlum sínum. Persóna Tran, Rose Tico, birtist fyrst í The Last Jedi og hefur frá útgáfu myndarinnar þótt afar umdeild á meðal Star Wars aðdáenda. Jafnvel væri öruggt að fullyrða að umræddur kafli sé sú umdeildasta í myndabálknum. Hafa hinir reiðustu beint sínum spjótum að leikkonunni.

„Eitt af því mikilvægasta sem ég lærði var að gæta þess að einangra mig ekki eða þegja um þá hluti sem ég gekk í gegnum,“
segir Tran. „Ég þurfti að fara í meðferð og ég mæli eindregið með því.“

Tran segist vera á betri stað í dag en algengustu ummælin í garð Tran síðastliðin tvö ár hafa snúist um hversu „tilgangslaus persóna“ Rose er í heimi þessara mynda –en einnig hefur margoft verið skotið á kynþátt hennar.

Á vefnum WookiePedia, upplýsingasíðu Star Wars heimsins, ákváðu netverjar að uppfæra persónuprófíl Rose þar sem hún var kölluð „heimsk, einhverf og þroskaheft.“ Nafni persónunnar var að auki breytt í Ching Chong Wing Tong áður en það var leiðrétt.

Háværu nettröllin hafa reglulega farið fram á að Tran verði ekki hluti af komandi myndum Star Wars seríunnar. Þeim köllum hefur ekki verið svarað og má næst sjá leikkonuna í hinni væntanlegu The Rise of Skywalker, sem frumsýnd verður þann 19. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pálmi Gunnarsson segist hafa nánast drukkið sig í hel: „Stálheppinn að vera á lífi“

Pálmi Gunnarsson segist hafa nánast drukkið sig í hel: „Stálheppinn að vera á lífi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steindi Jr. fékk nikótíneitrun eftir ofnotkun rafrettupenna – „Fékk ógeðslega háan hita og varð grár í framan“

Steindi Jr. fékk nikótíneitrun eftir ofnotkun rafrettupenna – „Fékk ógeðslega háan hita og varð grár í framan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Bara tilgangslaus sjálfsmynd“

Vikan á Instagram: „Bara tilgangslaus sjálfsmynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjákonan varð ólétt eftir mig

Hjákonan varð ólétt eftir mig