Föstudagur 24.janúar 2020
Fókus

Ungur íslenskur drengur er leiður – „Solla í hinum bekknum fékk iPhone í skóinn í gær“

Fókus
Fimmtudaginn 12. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar jólasveinarnir eru byrjaðir að koma til byggða hefur þetta bréf frá Halldóri til jólasveinsins farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.

Bréfið var upprunalega birt af Neytendasamtökunum fyrir nokkrum árum en það á alltaf jafn vel við á hvaða ári sem er. Halldór skrifar til jólasveinsins því hann veltir því fyrir sér af hverju það ríkir svona mikill ójöfnuður hjá jólasveininum. Bréfið frá Halldóri er hjartnæmt og einlægt en það má lesa hér fyrir neðan.

Kæri Jólasveinn. 

Ég veit að þú ert alltaf svo góður en Solla í hinum bekknum fékk iPhone í skóinn í gær og Matti frændi hennar fékk GoPro myndavél. Svo er Dagur Orri í mínum bekk alltaf að fá nýja tölvuleiki í Playstation. En ég hef bara fengið sokka, mandarínu og nýja trélliti. Sumir í mínum bekk vilja ekki segja hinum hvað þeir fá í skóinn, sérstaklega þegar einhver hefur fengið flottan pakka frá þér.

Af hverju er svona misjafnt hvað við fáum í skóinn kæri Jólasveinn? Þegar ég spyr mömmu þá verður hún reið út í þig og þá verð ég leiður því ég held að þetta sé bara óvart að þú gerir þetta. Vonandi getur þú kannski lagað það því ég veit að mamma yrði svo glöð ef allir fengu jafn mikið í skóinn. Ég myndi alveg vilja fá hljómborð eða iPad en mamma getur ekki einu sinni gefið mér það í jólagjöf því hún á svo lítinn pening.

En ég er búinn að vera mjög góður alla vikuna. Ég legg á borðið á hverjum degi og vaska upp og ég sótti Siggu systir í leikskólann í gær. Ég hlakka til að kíkja í skóinn á morgun því ég trúi á þig.

Þinn vinur, Halldór.

Eins og áður segir þá deildu Neytendasamtökin þessu bréfi á sínum tíma. Þau vildu benda sveinunum á að gæta hófsemi þegar kemur að skógjöfum. „Foreldrar geta svo bara sjálfir splæst í dýrar jólagjafir ef þeir vilja og geta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirheyrslan – Tyrfingur Tyrfingsson – Óttast mest sjálfsvorkunn

Yfirheyrslan – Tyrfingur Tyrfingsson – Óttast mest sjálfsvorkunn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lögin í Söngvakeppninni 2020

Lögin í Söngvakeppninni 2020